Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 44
38 Stgr. Matthíasson: IÐUNN dýrgripir eru hinir svonefndu blindu kiiilar eða inn- rensliskirtlar líkamans. Hér nægir að minna á hina allra helstu, þ. e. nýrna- hetturnar, heiladingulinn, skjaldkirtilinn og kynskirtlana. (En kynskirtlarnir eru hvorttveggja í senn bæði opnir og blindir kirtlar eins og seinna verður nánar skýrt frá). Við skurðlækningar á mönnum og tilraunir á dýrum hefir komið í ljós hve afarþýðingar-miklir þessir kirtlar eru fyrir heilbrigða þróun líkamans. Þeir framleiða, hver í sínu lagi, efnissafa er blandast blóðinu. Þessir efnis- safar eru nefndir einu nafni hormón-safar (þ. e. fjörgun- arsafar eða lífsvekjarar, af gríska orðinu hormaó = eg fjörga, eða kem á hreyfingu). Kirtilsafar þessir streyma með blóðinu til líffæranna, og hafa engu minni þýðingu en taugakerfið til að koma líffærunum til að starfa og vinna saman í réttum hlutföllum. Má því svo að orði komast, að hér sé um nokkurskonar lífdögg að ræða, er stöðugt tilflýtur hinum ótalmörgu líffærafrumum til næringar og fjörgunar. (Um þetta mál er ýtarlega ritað í Heilsufræði minni II. útg. bls. 107—111; Hjúkrun sjúkra bls. 442—454, og í Skírni 1913, (bls. 388—403) »Um lífsins elixír og hið lifandi hold«.) Nýrnahetturnar framleiða efni (adrenalin), sem virðist vera ómissandi hressingarlyf til að viðhalda reglulegum hjartslætti og blóðþrýsting, og yfirleitt á það upptökin að öllu ósjálfráðu starfi innýflatauganna. Ef nýrnahett- urnar veikjast eða hrörna, þá hrörnar um leið alt útlit líkamans, húðin verður móbrún og skorpin, auk margs- konar vanheilinda í öllum líkamanum. Heiladingullinn hefir hemil á eðlilegri stærð og lögun ýmsra líffæra, svo að vöxtur þeirra aflagast við veiklun hans. Efnissafinn, sem frá honum stafar hefir sérstök áhrif á hreyfingu legvöðvanna og vöðva hjartans.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.