Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Síða 48
42
Stgr. Matthíasson:
IÐUNN
spýtt inn í blóð manna. Aðeins strandar á því enn þá,
að enn hafi tekist að framleiða hreina kirtilsafana og
nothæfa til innspýtingar, nema úr nokkrum kirtlum.
Það var franski líffræðingurinn Brown Seqvard, sem
fyrstur fann upp á því (um 1880) að prófa safa unninn
út úr eistum dýra til að spýta inn í blóðið. Hann reyndi
þetta á sjálfum sér (var þá orðinn fjörgamall) og þóttist
finna að hann yngdist upp og lifnaði í öllum æðum.
Aðrir hafa að vísu fundið nokkuð satt í þessu, en þó
hefir ekki tekist enn að einangra og framleiða í nægi-
legum mæli fjörgunarefni þau, sem myndast í kynskirtl-
unum. Hinsvegar hefir tekist að framleiða hreinan safa,
þann sem nýrnahetturnar mynda, ennfremur þann sem
heiladingullinn myndar og innrenslisparturinn af bris-
kirtlinum. Þessir vökvar eru unnir úr kirtlum dýra og
gefast ágætlega til lækninga. En galli er á öllum þess-
um líffæralækningum, hvort sem lyfin eru gefin inn
gegnum meltingarfærin eða spýtt inn í blóðið. Það þarf
stöðugt að vera að gefa þau; sjúklingurinn getur aldrei
án þeirra verið lengri tíma. Þessvegna væri það feikna-
framför ef hægt væri ætíð að gróðursetja kirtlana sjálfa, —
annaðhvort tekna úr heilbrigðum dýrum eða heilbrigð-
um mönnum — í hold sjúklinganna.
Það vantar nú ekki að þetta hafi verið reynt, en það
hefir tekist misjafnlega, þangað til nú á seinni árum, að
þejr Voronoff og Steinach hafa endurtekið tilraunirnar
með meiri árangri. En áður en nánar er sagt frá þeim,
skal þó geta þess manns, sem fyrstur fann upp á slík-
um tilraunum, og varð um leið höfundur að hinni yfir-
gripsmiklu fræðigrein um innrensliskirtla líkamans (En-
dokrinologia). Þessi maður var líffræðingurinn Berthold
prófessor við háskólann í Göttingen. Kringum 1850,
benti hann fyrstur manna á, að kynskirtlarnir hlytu að