Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Side 60
54 Sfgr. Matthíasson: IÐUNN öðrum kynvillingum og hafa nokkrum sinnum tekist vel. En því miður gefst ekki nema stundum tækifæri til að fá heilbrigða kirtla úr mönnum til að græða inn í hold þeirra, sem þarfnast slíkra. Og það er þá helst úr lík- um nýdáinna manna, sem hafa dáið skyndilega t. d. af slysum. Vér skulum nú minnast á aðferð þá er Steinach fann upp til þess að yngja upp rottur. Hann hafði veitt því eftirtekt, að hormón-vefur kynskirtlanna fær venjulega nýjan þroska ef kyrkingur hleypur í aðalkirtilvefinn, þann er framleiðir sæði og egg. Honum hugkvæmdist því að binda fyrir sæðisganginn í karldýrum eða skera burtu part úr honum. Að stuttum tíma liðnum tók fyrir alla sæðismyndun. Sæðiskirtil-frumurnar rýrnuðu eða duttu úr sögunni. Hinsvegar færðist hormón-vefurinn í aukana svo að meira myndaðist af fjörgunarsafa til blóðsins. Venjulega verða rottur aðeins um 30 mánaða gamlar (21/2 árs). Þegar karlrottur nálgast þetta aldurstakmark koma eliimörkin venjulega nokkuð snögglega í ljós, og fylgir þá fljótt hrörnun og dauði. Þær verða værukærar, hafa sig lítið í frammi til áfloga við aðrar rottur eins og áður, verða sljógar á sönsum, lystarlitlar, eftirtektar- lausar og mestu sóðar. Það kemur krippa um herð- arnar, höfuðið verður niðurlútara og augun aðeins hálf- opin. Mesta breytingin er þó sú, að þær verða náttúru- lausar og skifta sér ekki lengur af því þó yngri rottur sýni þeim ástaratlot. Það voru karlrottur af þessu tagi, sem Steinach tók nú til meðferðar, með þeim aðgerðum sem hér var sagt. Eftir 3—5 vikur fór skepnan að gerbreytast, fór að fá góða matarlyst, fitna og fjörgast. Vöðvarnir styrktust, hárin fóru að vaxa á ný svo að skalli og ann- að hárleysi sást ekki framar. Hárið fékk nýjan gljáa,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.