Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 67
IÐUNN Vísur um Iðunni. 61 Vektu gróður, vermdu hiíð, vetrar skeiðrúm þrengdu, sumarauka sendu lýð, sólarganginn lengdu. Þá er þessi staka lagleg, og svipuð því, sem Iðunn mundi kosið hafa, en nær þó ekki markinu: Iðunn býður epli ný elli snýr til baka. Þó við bítum allir í er af nógu að taka. Höf. hefir gleymt að láta nafns síns getið, en kallar sig = Iðunn kann ekki að leysa þessa líkingu og biður því höf. að segja til sín. Eins og við mátti búast hafa fleiri vikið að eplunum. Þetta sendir Kristján Sigurðsson, Drúsastöðum: Er örlög þyngja’ og orka dvín andans slynga flugi, sífelt yngi eplin þín íslendinga hugi, Þórður ]ónsson, Brekkukoti, sendi þessa stöku: Fyrir hana faca á kreik frægðarmanna pennar. fslendinga aldrei sveik eplaskrína hennar. Tvær skammavísur fékk Iðunn, og þótti henni í raun réttri lítið minna gaman að sjá ástina til sín setta fram með þeim hætti. Gallinn var aðeins sá, að stökurnar voru báðar andvana fæddar, þótt gott væri móðernið að annari þeirra. Hér kemur svo ein, eftir Árna Árnason frá Garði, sem sýnist vera beggja blands: Reykjavíkur fröken fín fræða hefir sóttir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.