Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1925, Page 70
64
Einar Þorkelsson:
IÐUNN
Við höfðum ekki alllengi setið þegar eg veitti því
eftirtekt, að fyrir hjallhornið eigraði örvasa og hálf-
skakkur. móstrútóttur hundur. Hundurinn ráfaði að mann-
inum og hnusaði nokkuð af honum, líkt og hann væri
að ganga úr skugga um, hvort hann færi manna vilt.
Síðan staðnæmdist hundurinn og virtist mér því líkast,
sem hvorki sæi hann né heyrði. Loks mjakaði hann sér
til mín, hnusaði af mér mjög vendilega og bærði rófuna
ofurlítið, eins og vottaði fyrir fögnuði hjá honum. Að
því búnu lagðist hann seinlega niður við fætur mér,
lagði hausinn á annan fótlegg minn og virtist sofna.
— Nú ber eitthvað nýrra við, sagði maðurinn. Strútur
minn er nú fullra fimtán ára að mannatölu. Honum hefir
síðustu þrjú árin alt af farið hnignartdi og er nú alblindur
á öðru auganu og mjög óskygn á hinu, og algerlega er
hann heyrnarlaus, og svo sérðu nú fótavistina hans.
Hann mætti muna fífil sinn fegri, vesalings rakkinn.
Hann var allra hunda röskvastur og úrræða bestur og
ekki var að efa vitið hans og minnið og trygðina. En hitt
var satt, að hann var einlyndur, ef svo bar undir, og
stundum nokkuð marglyndur. Fram eftir allri æfi var
Strútur íhlutunarsamur við alla aðkomumenn og ókunn-
uga, og fyrir gat komið, að menn fengju af því að vita,
að hann væri tentur. I ellinni hefir hann skift háttum
þann veg, að hann gengur hjá aðkomumönnum og
ókunnugum eins og hann viti ekki af þeim, og þó er
því líkast, sem stundum votti fyrir fyrirlitning hans á
þeim. En nú bregður hann venju og sýnir þér alúð og
vinahót. Mér þykir nýrra bera við af hans hálfu.
Eg lét í ljós undran mína á þessu og spurði hvað
valda mundi. Maðurinn varð enn íhyglislegri en áður og
þagði þó nokkura stund.
— Mér er löngu síðan fullljóst, að það var hann Strútur