Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 16
110
Leiðir lofísins.
IÐUNtí
Og þeir eru ekki fáir, sem halda því fram, að með
þeim fækjum, sem nú eru til flugs, muni vera hægt að
halda uppi nokkurn veginn reglubundnum samgöngum
yfir Atlantshafið, ef valin sé sú leiðin, sem þéttasta getur
boðið viðkomustaðina, en það er leiðin yfir ísland og
Grænland. Mikilsmetnir menn úr flugmálastjórn Banda-
ríkjahersins telja þessa leið sjálfsagða. Frægasti íslend-
ingur, sem nú lifir, Vilhjálmur Stefánsson, hefir óbrigðula
trú á þessari leið og hefir m. a. alveg nýlega verið að
halda fyrirlestra um yfirburði hennar við enska háskóla.
Og ýmsir aðrir hafa viðbúnað til að sanna það í verki,
að þessi leið sé sjálfsögð. Einkum eru Svíar við þetta
riðnir, og vinna þeir mikið að því að sýna fram á
ágæti Islandsleiðarinnar. I fyrra reyndi sænski Ameríku-
maðurinn Hassel að fljúga þessa Ieið austur. Hann
hafði mjög ófullkomna vél, því fararefni voru af skornum
skamti, enda bilaði hún í lendingu í Grænlandi og urðu
þeir Hassel og Cramer félagi hans að hætta förinni.
Þeir ætla að reyna aftur í sumar. Þegar þetta er ritað,
bíða Svíarnir Ahrenberg og Flodén byrjar og ætla að
fljúga vestur til New Vork frá Stokkhólmi. Nota þeir
Junkervél með 380 hestafla hreyfli til fararinnar. Þriðji
Svíinn, Wrangel, hefir í hyggju að fljúga yfir Atlants-
hafið í sumar, og samkvæmt síðustu fregnum ætlar hann
að velja sömu leiðina og hinir.
Uppdrátturinn á bls. 104—5 gefur nokkra hugmynd
um, að ísland og Grænland eru ekki eins langt úr leið
fyrir samgöngur milli t. d. Bretlands og Bandaríkjanna
eins og margur hyggur. Ahrenberg telur raunverulegan
mun þessarar leiðar og beinustu leiðarinnar milli Bret-
landseyja og New Foundlands ekki nema tiltölulega
lítinn. En hagnaðurinn, sem fæst með því að stytta leið-
irnar milli lendingarstaða, er auðsær. Fyrst og fremst