Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 31
IÐUNN
List.
125
sem sendir frá sér myrkur og þunglyndi inn í sálir á-
horfendanna. Sama er að segja, ef hann málar landslag,
sem fullt er af sól og sumri og fegurð. Hann reynir þá
ekki aðeins að mála sólskinið, heldur fyrst og fremst
sál þess, sólskinið í sólskininu. Og mynd hans verður
töfrandi Iistaverk, sem andar frá sér yl og ljósi, og allir
hafa gott af að horfa á. Ef til vill er það landslagsmál-
arinn, sem kemur okkur í nánara og innilegra samband
við náttúruna en nokkur annar. Um söguleg málverk er
nokkuð svipað að segja og um önnur málverk. Þegar
við horfum á málverk af einhverjum sögulegum atburði,
komumst við í einskonar innra samband við þenna at-
burð, og öðlumst því nýjan skilning á honum. Það er
eins og málarinn hafi tekið tímann höndum og sagt
honum að standa kyrrum. Þess skal getið, að því meiri
listaverk sem málverk þessi eru, því táknrænni eru þau
venjulega, og eru engu síður myndir af andlegum öflum
en af einstaklingum. Þær verða að einskonar örlagarún-
um, sem jafnvel sljóskygnir menn geta ráðið, að meira
eða minna leyti.
Um höqgm\>ndalist er svipað að segja og um málara-
list. Við Islendingar getum hrósað okkur af því, að eiga
höggmyndasmið (Einar ]ónsson), sem hefir öll einkenni
mikils listamanns. Hann er formsnillingur hinn mesti, en
hann er og andríkur hugsjónamaður, sem mótar hug-
sjónir sínar í leir. Hver sæmilega skynbær maður, sem
kemur upp í listasafnshús hans, hlýtur fljótt að verða
þess var, að þar »úir og grúir* af hugsjónum og hug-
myndum, sem þögull steinninn opinberar með ýmsum
hætti. Einar er »leirskáld» í bókstaflegum skilningi, og
einmitt þess vegna er hann mikill sem myndhöggvari.
Það, sem gerði Grikki mikla sem myndhöggvara, var
hið sama sem gerir Einar mikinn. Hinar forngrísku