Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 56
150
Rabindra Nath Tagore í Vancouver.
IDUNN
yfir þá staðreynd, að hið sí-unga birtist í hjarta hins
sí-gamla fyrir augum þeirra, sem hafa hina næmu sjónar-
gáfu hins unga; og allir sannfæddir listamenn eru gæddir
hinni guðlegu náðargáfu ódauðlegrar æsku. ... Hin
beina samvitund við veruleikann í skírasta formi sínu
(hans?), ósyrt af skugga sjálfúðarinnar, veitir oss fögnuð
engu síður en hinn sjálfvirki opinberunarmáttur persónu-
leiks vors. Það, sem vér nefnum fegurð í hversdagslegu
máli, en táknar samræmi í línum, litum, tónum eða
niðurröðun orða eða hugsana, veitir oss fögnuð fyrir
þær sakir, að vér fáum ekki varist því, að viðurkenna
þar einhvern hinzta sannleik*.
»Lítil telpa kemur til mín og biður mig að segja sérsögu.
Eg segi henni af tígrisdýri, sem er orðið leitt á því að
vara bröndótt á skrokknum, kemur til óttaslegins þjóns
míns og biður um sápustykki. Þetta veitir áheyranda
mínum geisilega ánægju, — fögnuð hinnar ósjálfúðugu
sýnar, — og hún kallar í huganum: »Hérna er það, af
því að ég sé!« Hún þekkir að vísu tígrisdýrið úr náttúru-
sögunni, en eigi að síður sér hún það í sögunni minni.
Eg er viss um, að jafnvel þetta fimm vetra barn veit,
að það er alveg ómögulegt tígrisdýr, sem kemur í
jafn ótígrisdýrslegum erindum eins og þeim að biðja um
vitlausa sápu (absurd soap). Dásemdir þessa tígrisdýrs
eru í augum hennar ekki fegurð þess, né nytsemi, né
jafnvel tilvistarlíkur, heldur felast þær í hinni óyggjandi
staðreynd, að hún getur séð það í hug sér af fyllra
skírleik en veggina í herberginu, þar sem vér erum, —
þessa veggi, Jsem hrópa ruddalega upp kröfur sínar um
ábyggileik, sem er þó eingöngu aðstæðubundinn (— the
walls, that brutally shout their evidence of certainty
which is merely circumstantial) ...«.