Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 22
116
Leiðir loftsins.
IÐUNN
á landi. Stundum mundu koma frátök, svo að ekkert
yrði aðhafst, og yrði því ekki hægt að halda uppi reglu-
bundnum ferðum. En þó má telja víst, að hægt væri í
meðalvetri að halda uppi ekki óstrjálli ferðum en póst-
ferðir eru nú. Og í sumum vetrum, eins og t. d. síðast-
liðinn vetur, væri flug framkvæmanlegt nokkurn veginn
að staðaldri, með bættum búnaði á lendingarstöðunum.
Um langflug er alt öðru máli að gegna. Þegar fljúga
á yfir allstóran hluta af hveli jarðar, er veður vand-
fengnara. Þess vegna er það, að t. d. þeir, sem ætla
sér að fljúga milli Evrópu og Ameríku, verða að bíða
færis, þangað til gott veður er á allri leiðinni. Stundum
verður dð bíða eftir því vikum saman. —■ Þetta er erfið-
asta atriðið, og dregur úr trú margra á því, að hægt
verði að koma upp reglubundnum flugsamgöngum yfir
Atlantshaf í náinni framtíð. Farþegar mundu ekki hætta
lífi sínu út í tvísýnu. En áhættan rénar að sama skapi
sem leiðirnar styttast milli lendingarstaðanna. ►
Flugið stendur ekki í stað. jþróttaafrek í flugi eru
altaf að verða meiri og meiri. Arið 1909 var hraðamet
flugvéla 47 enskar mílur, en í fyrra 318, og á sama
tíma hefir fluglengd milli lendinga þrítugfaldast. Fyrir
nokkrum vikum flugu menn látlaust í 172V2 klukku-
stund og fengu eldsneyti í loftinu, og er þessi raun
vottur um, hve fullkomnir hreyflarnir eru orðnir nú.
Samtímis flaug vél 5000 kílómetra, með 185 km. hraða
að meðaltali á klukkustund, og annari tókst að komast
12.500 metra í loft upp.
Þetta eru að vísu íþróttaafrek, og má segja, að þau
komi ekki hinni hagnýtu hlið flugsins við. En þau sanna
þó áþreifanlega, að vélarnar eru að fullkomnast. Og full* >
komnun vélanna er undirstaða eflingar samgönguflugsins.
I