Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 82
176
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
týralegar svaðilfarir. Og ég vissi, að bænarlaus fengi ég
aldrei að fljóta út á hinn silfurskygða sæ.
Það var og fyrrum siður í Suðursveit, að menn lásu
ferðabæn eða sungu ferðasálm, um leið og þeir lögðu
af stað í langferð af heimili sínu. Sá siður var þó yfir-
leitt undir lok liðinn, þegar ég komst til vits og ára.
Einn bónda þekti ég þó þar í sveit, sem alt af reið
berhöfðaður úr hlaði og las ferðabæn með sjálfum sér.
Og sjálfsagt hafa fleiri þulið eitthvað þessháttar í lága-
hljóðum, þegar þeir lögðu af stað í langferðir, þótt ég
veitti því ekki eftirtekt.
Fyrir og eftir altarisgöngur þuldu menn sérstakar
altarisgöngubænir. Þær kunnu allir á heimili foreldra
minna nema ég. Við mörg önnur tækifæri fluttu menn
bænir, beittu fyrir sig signingum eða höfðu yfir vers og
sálma, t. d. þegar þeir voru staddir í lífsháska, þegar
mótlæti steðjaði að þeim, þegar þeir voru einir á ferð í
myrkri, þegar flaug undir búpening, þegar óhreinir andar
urðu á vegi þeirra, þegar sjúkdómar sóttu þá heim,
þegar þeir mistu ástvini sína eða ættingja og þar fram
eftir götunum. Þegar menn fréttu lát einhvers, sem þeir
þektu, var algengt að segja: »Friði hann guð«.
Ljótur munnsöfnuður þótti syndsamlegur löstur. Blót
og formælingar voru þá taldar einhverjar svörtustu
málfarssyndir. Svardagar, brigðmælgi, undirferli, ósann-
sögli og óhreinlyndi var og talið óguðlegt athæfi. Klám
og lauslæti var talið guði andstyggilegt.
Fyrir sumum dauðum hlutum báru menn guðdómlega
lotningu. Það var til dæmis talinn sérstaklega óguðlegur
munnsöfnuður að formæla mat sínum og bannsyngja
höfuðskepnurnar. Gróður jarðarinnar var og talinn orð-
helgur. En það þótti óbætanlegar höfuðsyndir að for-
mæla festingunni og himintunglunum. Það var talin