Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 18
112
Leiðir loftsins.
IÐUNN
farþega yfir sjálft heimskautið, og ein flugvél hefir komist
alla leið frá Alaska til Svalbarða. Samkvæmt athugunum,
sem gerðar hafa verið á síðustu árum á veðráttunni
kringum ísland og Grænland, er hún sízt lakari að
sumarlagi en t. d. á beinni línu milli Englands og New
Foundlands. Hitt er líklegt, að vetrarferðir reynist enn
erfiðar um sinn yfir ísland og að vetrarleið flugvéla
gangi suðurleiðina, yfir Bermudaeyjar og Azoreyjar. —
IV.
Þó framfarir í flugi hafi orðið svo miklar síðustu 20
árin, að enginn hefði spáð þeim svo miklum árið 1909,
mega menn ekki vera of bjartsýnir eða »fljúgandi« í
hugsun um framfarir flugsins næstu tíu árin. Því sannast
að segja eru flugvélunum takmörk sett eins og öllu
öðru, og öll fyrirtæki, sem byggjast eiga á og eflast
fyrir viðskifti almennings, eru jafnframt háð lögmáli
peninganna. Það er dýrt að fljúga, og það getur aldrei
orðið eins ódýrt og að ferðast með öðrum samgöngu-
tækjum, nema þar sem alveg sérstakar ástæður eru
fyrir hendi.
Þetta kemur af því, að orkuþurft flugvélanna er tiltölu-
lega meiri en annara samgöngutækja. Berum saman
flugvél með þúsund hesta aflvél og nokkurra smálesta
hagnýtu burðarmagni og skip með jafnstórri vél og 1000
til 1500 smálesta burðarmagni. Vélin fer að vísu sömu
leiðina á margfalt skemri tíma, en burðarmagn hennar
er marghundraðfalt minna. Auk þess notar hún miklu
dýrara eldsneyti til að framleiða hvern hestaflstíma. Og
rekstur vélarinnar, slit, viðhald og stofnkostnaður er
margfalt meiri en skipsins. Að vísu hefir notagildi flug-
véla aukist afar mikið á síðari árum. Árið 1919 gat vél,