Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 51
iÐUNN
Rabindra Nath Tagore í Vancouver.
145
sýkinnar hefir fallið yfir sál mannkynsins, ekki að eins
meðal hinna vestrænu þjóða, eldri sem yngri, heldur
hefir hann einnig lagzt yfir hin austrænu meginlönd«.
— Og svo framvegis.
I sama blaðaviðtali verður þess vart, að hann er frem-
ur andvígur skipulagssamtökum verkamanna gegn sníkju-
dýrum þjóðfélagsins, fjárplógsmönnunum,. — lýsir því
yfir, að hann trúi ekki á skipulag né stofnanir sem
hjálparmeðal, tjáir sig skilmerkilega sem hér greinir:
»Hugmynd mín er sú, að ekki sé vegur að hjálpa mann-
kyninu úr þessu ástandi með skipulagi né stofnunum.
Það eru einstaklingar, sem hafa ávalt hjálpað mannkyn-
inu. Siðmenningin er sköpun mikilla einstaklinga*.
Ekki er því að leyna, að skoðanir hins dreymna aust-
ræna vitrings virðast nokkuð hjáleitar, að ég ekki segi
ærið barnalegar, þegar hann lýsir yfir því, að lækning
félagsmeina vorra felist einkum í ákveðinni heimspeki-
legri afstöðu, sem heita má fyrir fram útséð um, að hvergi
geti valdið afmáningu á starfsemi auðhringa, alríkisstefnu
og hernaðar, atvinnuleysi og margvíslegum harmkvælum
hinnar vinnandi stéttar, — í einu orði sagt, búsifjum
þeim öllum, þungum vel og frástaklega hlutkendum, sem
öreigar verða að sæta, blóðsugum til fagnaðar og öðrum
höfðingjum þessa heims. Enginn skynsamur maður neitar
því, að lýsingar Tagores á græðginni séu sannar, eins
og t. d. sú, er ég vilnaði til hér að framan. Hitt er að
sama skapi sorglegt, að augu hans skuli ekki hafa opn-
ast fyrir gildi verklýðsflokkanna, sem eru skipulagðir með
því höfuðaugnamiði, að auðlindirnar verði færðar yfir í
hendur alþýðu og starfræktar í almenningsþarfir, í stað
þess að þær séu háðar glæfrum æfintýramanna, sem
reka þær í ágóðaskyni, öllum til bölvunar og þó kann-
ske sjálfum sér mestrar.
löunn XIII.
10