Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 17
ÍÐUNN
Leiðir loflsins.
111
dregur þetta stórum úr áhættu við flugið. Og í öðru
lagi sparast flutninganot vélarinnar. Þeim mun styttra
sem er milli lendingarstaða, þeim mun minna af elds-
neyti þarf vélin að flytja, en við það eykst það, sem
vélin getur flutt af fólki og varningi. í þeim flugferðum,
sein farnar hafa verið beint yfir Atlantshaf, hefir í raun
og veru ekkert rúm verið afgangs, þegar flugmennirnir,
eldsneytið og vélaolían var komin um borð, svo að hag-
nýtur árangur hefir enginn orðið af þessu flugi, því
flutningurinn var enginn. Hinsvegar eru þegar starfræktar
flutningaleiðir í Iofti milli eins fjarlægra viðkomustaða
og þeirra, sem yrðu á íslandsleiðinni.
Flug Lindberghs, milli New Vork og París, var nálægt
5600 kílómetrar, en bein lína milli New Vork og Stock-
holms mun lengri, því Stockholm liggur um 15 lengdar-
stigum austar en París. Með álíka flughraðri vél og
Ahrenbergs er (um 130 km. á klukkustund) lætur nærri,
að um 8 stunda flug sé frá Bergen til Islands, og liggur
sú leið um Færeyjar, svo að í rauninni þarf hvergi að
fljúga meira en 4 stundir yfir sjó. Leiðin frá Reykjavík
til Ivigtut er um 1300 km., en nærri því helmingur af
henni liggur yfir land, svo að í rauninni er ekki nema
5—6 tíma flug frá Vestfjörðum til Austur-Grænlands.
Þá kemur þriðji áfanginn, yfir Davis-sund til Labrador.
Er hann álíka langur og milli Reykjavíkur og Ivigtut,
en allmikill hluti hans floginn meðfram landi. Er því
auðsær munurinn á þessari leið og beinni leið fyrir sunnan
ísland, sem skiftir þúsundum kílómetra landa á milli.
Veðráttan en fluginu harður húsbóndi, og ennþá hlýtur
byr að ráða í öllu langflugi, þó kóngur vilji sigla. Að
óreyndu töldu menn alt flug ómögulegt norður undir
heimskautabaug, en nú hefir álit manna breyzt svo í
þessu, að menn eru farnir að ráðgera flugferðir með