Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 20
114
Leiðir loftsins.
IÐUNlí
lega lækka rekstrarkosfnaðinn að miklum mun. T. d..
hefir þess verið getið alveg nýlega, að manni einum hafí
tekist að gera dieselhreyfil handa flugvélum, en þeir
brenna miklu ódýrara eldsneyti en benzínið er.
Þá má einnig geta þess, að Spánverjinn Cierva hefir
gert merkar tilraunir til að smíða vél, er byggist á alt
annari undirstöðu en flugvélar nútímans og heldur sér
í lofti á burðarskrúfu, er snýst í lárúttum fleti. Vélar
þessarar tegundar eru kölluð »heliocopter« og hafa
þann kost, að þær geta lyft sér og sezt, án þess a&
renna langan spöl á jörðinni til þess að ná flughraða.
Hvort burðarmagn þessara véla verði meira en hinna
núverandi, er ekki reynt enn, því þær eru tiltölulega
nýjar, en ekki er það ósennilegt.
Vegna dýrleika flugsins geta loftsamgöngur ekki kept
við aðrar, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Tím-
inn getur verið sumum einstaklingum svo dýrmætur, að
þeir vilji greiða tvöfalt verð eða miklu meira til þess að
komast þá Ieið á tveimur stundum, sem þeir eigi kæmust
með járnbraut á minna en tíu stundum eða með skipi á
minna en tveimur sólarhringum. Og hverju landi er það
mikils virði að hafa greiðar póstsamgöngur. Flest bréf,
sem send eru með póstum, vega innan við 20 grömm,
svo að á slíkum flutningi er örlítil hækkun á burðargjaldi
margborgandi fyrir þann tíma, sem bréfið kemst fljótar.
Póstsamgöngur eru hvergi dýrari en hér á landi.
Mikill hluti póstflutnings er flutfur á hestum meiri hluta
ársins, og sá flutningur er dýrari en með flugvélum.
Ferðir milli landshluta eru strjálar og óhentugar að
vetrarlagi, svo að oft verður að bíða lengi eftir skips-
ferð, sem stundum verður mjög kostnaðarsöm og mikill
tímaþjófur vegna viðkomu skipsins á fjölmörgum höfnum.