Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 88
182 Heimskautafærsla. IÐUNN fremur tilgátuna um heimskautafærslu en að þær hrindi henni, meðan ekki er fengin örugg vissa fyrir því, að heitt loftslag hafi verið andspænis þeim á jörðinni sam- tímis og þær urðu til. Nú skal farið nokkurum orðum um helztu tilgátur aðrar, er komið hafa fram um orsakir loftslagsbreytinga. Þjóðverji, Alfred Wegener, hefir getið þess til, að löndin færist fram og aftur um yfirborð jarðar eins og hafís. Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós, að léttara efni séu í þeim en undir höfunum. Hugsar hann sér að þau (Si A1 bergt.) fljóti í lagi,_ sem hann nefnir sima-lagið eftir efni þess (Si Ma). Álítur hann það bráðið, að undan- teknu örþunnu skurni undir höfunum. En þó að skurn þetta sé þunt, á það að veita löndunum, sem Wegener telur að séu geysiþykk og risti djúpf ofan í sima-lagið, svo mikla mótspyrnu á þessu reiki þeirra, að þau legg- ist í fellingar, og myndist fjallgarðar við það. Eftir til- gátu þessari ætti þannig að vera náið samband milli loftslagsbreytinga og myndunar fjallgarða, og telja sumir að svo sé, eins og vikið verður að síðar. Eftir henni ætti meira að segja að vera hægt að sjá af legu fjall- garða, í hvaða átt löndin hafi færst. Þannig ættu fjall- garðar, sem liggja frá norðri til suðurs í einhverju landi að benda til þess, að það hafi færst frá austri til vesturs eða vestri til austurs, eftir því hvort fjallgarð- urinn væri vestan megin eða austan megin í landinu. Það er ekki hægt að sjá það á neinu, hvort þessu hafi verið þannig farið eða ekki um slíka fjallgarða. En af því að færsla landa frá suðri til norðurs, og svo hið gagnstæða, ætti eftir þessari tilgátu að hafa i för með sér myndun fjallgarða frá vestri til austurs, ættu þá líka loftslagsbreytingar landa og slíkir fjallgarðar að svara hvað til annars. En það er fjarri því, að svo sé. Þannig eru engir fjallgarðar í Norður-Ameríku, er svara til lofts- lagsbreytinga þeirra, er þar hafa orðið síðan á tertier- tímabilinu, hvorki fyrir jökultímann né eftir hann. Ekki virðast heldur þær loftslagsbreytingar hafa átt sér stað í Asíu, sem svarað geti til Himalajafjalla. Tilgáta þessi er þannig, hvað myndun fjallgarða snertir, mjög ósennileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.