Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 88
182
Heimskautafærsla.
IÐUNN
fremur tilgátuna um heimskautafærslu en að þær hrindi
henni, meðan ekki er fengin örugg vissa fyrir því, að
heitt loftslag hafi verið andspænis þeim á jörðinni sam-
tímis og þær urðu til.
Nú skal farið nokkurum orðum um helztu tilgátur
aðrar, er komið hafa fram um orsakir loftslagsbreytinga.
Þjóðverji, Alfred Wegener, hefir getið þess til, að löndin
færist fram og aftur um yfirborð jarðar eins og hafís.
Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós, að léttara efni séu
í þeim en undir höfunum. Hugsar hann sér að þau (Si
A1 bergt.) fljóti í lagi,_ sem hann nefnir sima-lagið eftir
efni þess (Si Ma). Álítur hann það bráðið, að undan-
teknu örþunnu skurni undir höfunum. En þó að skurn
þetta sé þunt, á það að veita löndunum, sem Wegener
telur að séu geysiþykk og risti djúpf ofan í sima-lagið,
svo mikla mótspyrnu á þessu reiki þeirra, að þau legg-
ist í fellingar, og myndist fjallgarðar við það. Eftir til-
gátu þessari ætti þannig að vera náið samband milli
loftslagsbreytinga og myndunar fjallgarða, og telja sumir
að svo sé, eins og vikið verður að síðar. Eftir henni
ætti meira að segja að vera hægt að sjá af legu fjall-
garða, í hvaða átt löndin hafi færst. Þannig ættu fjall-
garðar, sem liggja frá norðri til suðurs í einhverju
landi að benda til þess, að það hafi færst frá austri til
vesturs eða vestri til austurs, eftir því hvort fjallgarð-
urinn væri vestan megin eða austan megin í landinu.
Það er ekki hægt að sjá það á neinu, hvort þessu hafi
verið þannig farið eða ekki um slíka fjallgarða. En af
því að færsla landa frá suðri til norðurs, og svo hið
gagnstæða, ætti eftir þessari tilgátu að hafa i för með
sér myndun fjallgarða frá vestri til austurs, ættu þá líka
loftslagsbreytingar landa og slíkir fjallgarðar að svara
hvað til annars. En það er fjarri því, að svo sé. Þannig
eru engir fjallgarðar í Norður-Ameríku, er svara til lofts-
lagsbreytinga þeirra, er þar hafa orðið síðan á tertier-
tímabilinu, hvorki fyrir jökultímann né eftir hann. Ekki
virðast heldur þær loftslagsbreytingar hafa átt sér stað
í Asíu, sem svarað geti til Himalajafjalla. Tilgáta þessi
er þannig, hvað myndun fjallgarða snertir, mjög ósennileg.