Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 21
ÍÐUNN
Leiðir loflsins.
115
Þeir, sem ferðuðust milli Akureyrar og Reykjavíkur í
loftinu síðastliðið sumar, voru flestir á einu máli um, að
eigi munaði nema litlu á ferðakostnaði með Súlunni og
beinustu skipsferðum milli þessara staða, þegar alt var
með talið. En þær sérstöku ástæður geta verið fyrir
hendi, að flugleiðin spari einstaklingum stórfé.
Og hvað póstflutning snertir, getur flugpóstur sparað
mönnum símskeyti og símtöl að miklum mun. Og allur
almenningur mundi vafalaust með fúsu geði greiða tíu
aurum meira í burðargjald fyrir bréf sín til þess að þau
kæmust á ákvörðunarstaðinn samdægurs, í stað þess að
vera daga og vikur á leiðinni. Með rannsókn á bréfa-
magni milli þeirra staða, er líklegir þættu til þess að fá
fastar flugsamgöngur, mætti komast að raun um, hve
mikið fé næðist með burðargjaldshækkun á öllum þeim
bréfum, sem send eru milli viðkomustaða flugvélanna.
Og það yrði alls ekki lítið fé. Blaða- og bókaútgáfu í
landinu mundi verða stór vinningur að því, að hægt
væri að senda blöð og rit loftleiðina, fyrir sannvirði.
Hér hafa verið gerðar tvær tilraunir til innanlands-
flugs. Sú fyrri árið 1919—20, með lítilli landvél og
miklu ófullkomnari en vélar sömu stærðar eru nú. Sú
tilraun tókst ekki. Vélin var of staðbundin til þess, að
hún gæti fengið þýðingu fyrir samgöngurnar. Sú síðari
var gerð í fyrra, af hinu nýja flugfélagi, í samvinnu við
Lufthansa, og tókst allvel; þó ýms óhöpp yrðu til þess
að veikja trú almennings á fluginu, þá er þó sú stað-
reynd eftir, að mestan hluta sumars var haldið uppi
nokkurn veginn reglubundnum samgöngum við ísafjörð
og Akureyri, flogið til Austfjarða og komið á 25 mis-
munandi staði á landinu. Þrátt fyrir alvarlegar vélbilanir,
varð ekkert slys af fluginu, enda var það fyrsta boðorð
félagsins að fara gætilega. En óskiljanleg óhöpp eltu
vélina, hún var ekki nema ein, og urðu því miklar frá-
tafir vegna bilana, og flug lá niðri á meðan. Af völdum
veðursins urðu sárlitlar tafir, enda er það fátítt orðið á
flugleiðum Evrópu, að veður hamli því, að áætlun sé fylgt.
Vetrarflug mundu ávalt verða nokkuð háð veðri hér