Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 38
132
Jarðabætur.
IÐUNN
tindruðu gluggar grannbæjanna, og var sem þeir horfð-
ust þá hýrlega í augu og ættu sér enga von óánægju
eða úlfúðar.
En svo var það morgun einn, seint í aprílmánuði, er
Björn á Smyrilfelli kom á fætur og skygndist til veðurs.
]örð var orðin þíð og auð alt til fjalla, enda hafði verið
öndvegistíð allan seinni hluta vetrar. Birni varð litið yfir
ána í áttina til Lindahlíðar, og brátt rak hann augun í
dökkva nokkurn í þýfinu neðan við bæjarhólinn þar.
Hann skygndi hönd yfir augu og horfði drjúga stund á
nýlundu þessa. En hann varð engu nær.
>Hvað er nú á seiði hjá Sæmundi mínum?< sagði
hann. »Hvað eru þeir að útskratta þúfunum þarna neðan
við hlaðvarpann?*
Jónas húskarl hans stóð þarna á hlaðinu líka. Hann
var hverjum manni betur skygn, og sá hann brátt hvað
í efni var í Lindahlíð: »Þeir eru farnir að rista ofan af,
byrjaðir að slétta túnið«, sagði hann.
»He-hum, rista ofan af, — slétta, segirðu. — Svo?
Ertu viss um það? — ]a-jæja, það held ég dragi til
nokkurs. Sér er hvert bröltið. — Taka ráðin af náttúr-
unni; ekki hefir það verið venja hérna í Dumbsárdal*.
»Ekki hérna í uppdalnum«, ansaði ]ónas. »En þeir
kváðu vera farnir til þess niður frá. Jóhann á Hvítalæk
og Páll á Mýri höfðu báðir sléttað flöt í fyrra, að
sagt er«.
»Mig gildir einu hvað þeir bralla niður frá. Sæmund-
ur þyrfti nú ekki að apa eftir oflátungnum á Hvítalæk
eða skuldakónginum á Mýri, hélt ég. — ]seja, sussu,
það var að tarna; leggja jörðina í flag. — Bannsettur
þjösninn!*
Þetta var byrjunin. — Meðan svart moldarflagið í
Lindahlíð blasti við Birni á Smyrilfelli, gerði hann óspart