Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 19
ÍÐUNN
Leiðir loflsins.
113
sem fullhlaðin vóg 21.500 pund, borið 8000 pund af
eldsneyti og flutningi, svo burðarmagnið var 37,2°/o af
þunga vélarinnar fullhlaðinnar. í ár er burðarmagn álíka
stórra véla orðið 58,5°/o, og stafar þetta langmest af
því, að léttari efni hafa fundist til þess að smíða vél-
arnar úr, en ekki af hinu, að laginu á vélunum hafi
Heliocopter" la Cierva. Lárétt spaðahjól ! stað vængja.
verið breytt þannig, að burðarmagn þeirra ykist við það.
Vélar af þessari gerð hafa mest burðarmagn að tiltölu
við stærð og ættu því að vera ódýrastar í rekstri — ef
altaf væri nóg til að flytja. Það er eftirtektarvert, að
helmingi stærri vélar hafa ekki eins mikið burðarmagn
tiltölulega. En litlar vélar, um 2500 pund hlaðnar, sem
fyrir 10 árum gátu flutt rúm 500 pund, eða 21,4°/o af
allri þyngd sinni, flytja nú upp undir 1000 pund, eða 37,40/o.
Að vísu geta þær nýjungar komið fram, sem skyndi-
Jöunn XIII. 8