Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 67
’IÐUNN
SauÖnaut.
161
kynt mér þessi mál, virðist mér sem hér mundi verða
hreinasta Gósenland fyrir þau. Hörkur þola þau miklu
meiri en hér eru, en að þær séu þeim lífsskilyrði er
auðvitað fjarstæða. Þau hafa lifað við miklu meiri sumar-
hita en hér er, og ætti því hitinn ekki að verða þeim
til meins hér. Haglendi er hér miklu meira og betra en
víðasthvar þar, sem þau eru. Það er að vísu óreynt með
öllu, hvernig takast muni að gera þau að húsdýrum. En
um það efni leyfi ég mér enn að vitna í hinn framúr-
skarandi athugula kynlanda vorn, Vilhjálm Stefánsson.
Honum farast þannig orð:
>Ef vér athugum eiginleika sauðnautanna, sjáum vér,
að hér er um dýr að ræða, sem er ótrúlega vel fallið
lil þess að verða að húsdýri — ótrúlega segi ég, af því,
að vér erum svo vanir því, að álíta sauðfé og nautgripi
sjálfsögðustu húsdýrin og finst þess vegna fjarstæða sú
hugsun, að betri dýr geti verið til.
»Mjólkin er fitumeiri en kúamjólk og mjög lík henni á
bragðið, og meiri en úr sumum öðrum dýrum, sem
mjólkuð eru, svo sem sauðfé og hreindýrum; ullin er
jafngóð kindaull, en miklu meiri; ketið miklu meira en
af kindum og jafngilt nautaketi. Þegar svo þar við bæt-
ist, að dýr þessi eru miklu hagspakari en önnur dýr,
bolarnir meinlausir, af því að þeir ráðast aldrei á að
fyrra bragði, og að ekkert rándýr, sem um gæti verið
að ræða, getur grandað þeim, þá er það augljóst, að
þau sameina alla kosti sauðfjár og nautgripa og hafa
suma þeirra í ríkari rnæli*.
A síðasta Alþingi var samþykt 20 þús. króna fjár-
veiting til þess að afla sauðnauta og flytja þau til landsins.
I annan stað var samþykt frumvarp, þar sem stjórninni
var falið að sjá um, að gerð yrði tilraun til að rækta
hér sauðnaut, og ef tilraunin bendir til, að ræktun þeirra
löunn XIII. 11