Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 65
IÐUNN
Sauðnaut.
159
ekki auðvelt að sjá það með nokkurri vissu, því þó að
rif og bringukollur, sem eru sérstakir kjörbitar Skræl-
ingja, væri horfið, þá eru það einnig bitar, sem úlfarnir
sækjast mest í.
Þegar Skrælingjar drepa sauðnautahjörð, er það alveg
undir atvikum komið, hvort þeir dveljast á þeim stað,
þar sem slátrunin hefir orðið, þangað til þeir hafa etið
upp forðann, eða halda ferð sinni áfram og taka þá
ekkert eða aðeins fituna með sér. Við getum ekki ályktað,
að þeir drepi dýrin af því, að þeir sækist eftir tungunni,
eins og buffala-veiðimenn forðum. Skrælingjar fella dýrin
vegna fitunnar eða húðanna, eða vegna hvorstveggja,
aldrei vegna tungunnar. Ef til vill drepa þeir dýrin af
veiðimóð einum saman, og eftirláta svo rándýrunum
veiðina*.
Þetta er saga Skrælingjanna. Saga hvítra manna er
svipuð eða varla betri, og er þó víst minst af því bókað.
Eg hitti nýverið mann af Vestfjörðum, og barst í tal
hjá okkur sauðnaut og veiði þeirra. »Ég hefi haft kálf
undir hendi nærri hálfan mánuð fyrir N. N., sem kom
með hann frá Grænlandi. Hann skaut niður 18 dýr til
þess að ná þessum eina kálfi«, sagði hann í óspurðum
fréttum.
Vigfús Sigurðsson Grænlandsfari segir frá því, að í
leiðangri einum til Norðaustur-Grænlands hafi einn
leiðangursmanna langað til að taka með sér lifandi kálf
heim. Til þess að ná honum skaut hann niður 82 dýr.
Svona mætti lengi halda áfram.
Það er ekki að undra, þó að dýrunum fækki ört með
bessu móti. Það er líka augljóst hvert stefnir í þeim
efnum. Þau hverfa jafnskjótt af þeim slóðum, sem mað-
urinn fer um, þó að hann eigi þar enga viðdvöl. Eina
hjálp þeirra er, hve torsótt er leiðin til heimkynna þeirra.