Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 32
126
List.
IÐUNK
höggmyndir eru ekki aðeins líkneski af mönnum og
konum, heldur og hugmyndir, opinberaðar, efni klæddar.
Höggmyndin af vizkugyðjunni, Pallas Aþena, er ekki
aðeins mynd af fagurri og tigulegri konu, heldur og >
ytri mynd af andlegum veruleika, af vizku þeirri, sem er
vald og réttlæti. — Myndhöggvaralist hefir stundum
verið nefnd »hinn þögli skáldskapur«, og er það vel
mælt.
Byggingarlist er skyld myndhöggvaralist. Goethe kall-
aði hana »frosna hljómlist«. Annars þarf mjög þroskaðan
listasmekk til þess að kunna að meta byggingarlist, því
þar láta undirstöðuatriði allrar listar, ef til vill, meira til
sín taka en í nokkurri annari listgrein, svo sem fagur-
fræði lína, samsvörun (»symmetri«), eining í margbreytni
o. s. frv.
Loks komum við að æðstu tegund allrar listar, — >
hljómlistinni. í vissum skilningi er rangt að tala um
hljómlist sem ákveðna tegund listar. Réttara væri, ef til
vill, að tala um hana sem list listanna, eða sem hámark
listar, eða eitthvað því um likt, vegna þess, að hver ein-
asta tegund listar er að meira eða minna leyti gædd
hljómlistareðli, hefir í sér eitthvað af »Musik«, og —
því meiri »Musik« — því meiri list. í hljómlistinni er
um fullkomna sameiningu anda og efnis að ræða. Þar
er náð samræmi því, milli hins innra og hins ytra, sem
er æðsta eftirsókn allrar listar.
Walter Pater (enskur rithöfundur, f. 1839, d. 1894)
kemst svo að orði: »AIlar listir stefna stöðugt í áttina >
til hljómlistar, vegna þess, að þegar hljómlist hefir náð
hástigi sínu, þá eru tækin sama sem takmarkið, efnið
sama sem andinn, innihaldið sama sem opinberun þess
eða birting* ... — — —
Indverjinn Jinarajadasa segir, að í hljómlistinni sé
j