Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 95
■JÐUNN
Ur hugarheimum.
189
asar Hallgrímssonar ylja þeim, sem þau lesa, þótt ör-
lög hans yrðu myrk.
Andleg afrek — uppspretta menningarinnar — verða
ekki til fyrir fé, en menningin þarf fé til að geta lifað.
Þess vegna leggur sá, sem aflar fjár, sinn skerf til menn-
ingarinnar. Fiskimaðurinn, sem sækir fiskinn út á djúpin,
■og bóndinn, sem erjar jörðina, eiga sinn þátt í þeirri
þjóðfrægð, er góðskáldið skapar. Þeir eru samherjar á
þeim eina vígvelli, sem heiðarlegur er. Þeir eru sam-
herjar í andlegri baráttu þjóðarinnar. Það þarf að hald-
ast í hendur í hverju þjóðfélagi: að vinna sér fé og
frægð, en það má þó aldrei gleymast, að auðsafn þjóðar
og einstaklinga skapar aldrei varanlega frægð. Varanleg
frægð er ávöxtur mannkosta og andlegra yfirburða.
Hún verður aldrei verði keypt, fremur en hreinleiki
meyjarinnar. Hvenær, sem þetta lögmál er brotið, er á-
vöxturinn niðurlæging.
Eg tók það fram áður, að margur hefði freistast um
of, af von um fé og frama. Dæmin úr sögu okkar eigin
-þjóðar eru alt of mörg, bæði gömul og ný. Eg þarf
ekki annað en minna á þessar ljóðlínur Matthíasar, úr
»Vígi Snorra Sturlusonar*. Hann segir svo um Gissur:
„Hugði hann nú á fé og fræqð,
fylkis hreysti, ríki og slægð;
ættarlands síns æðstu völd
ætlaði víst að fá í gjöld,
handa sér og sinni ætt,
síðar gæli hann yfir bætl,
vélráð sín og verkin hörð
við sinn Quð og fósturjörð".
Og síðar í sama kvæði:
„Vera sverð og svipa lands
sýnast forlög þessa manns".
»]á, — það hefir alt of oft hent okkar mestu menn,
að sækjast um of eftir fé og frægð, en afleiðingin var
°9 er alt af sú, að verða — »sverð og svipa« — sinn-
ar eigin þjóðar. — Þar, sem ræturnar eru eigingirni
eru ávextirnir óhöpp, og óhamingja þjóðarinnar fetar í
sPor slíkra manna.