Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 37
IÐUNN
Jarðabætur.
131
árin og aldirnar með. Hún er einvöld og ósigrandi, eins
og örlögin, og gleypir umsvifalaust alt það kvikt, sem
stígur feti framar en bakkar hennar leyfa. Svo sem til
marks um það, hve áin þykir gustmikil og geigvænleg,
er þessi gamli skothendi húsgangur:
Ströng er Dumbsá, drengur minn;
druknirðu’ í álum hennar,
höndlar þú ei himininn,
— hún mun fram hjá renna.
Á Hreinshamri er ferjustaður; en sá bær er sem
svarar hraðri tveggja stunda reið neðar í dalnum en
fyrnefndir bæir.
Það var að mörgu leyti líkt á komið með þeim ná-
grönnunum. Báðir höfðu þeir tekið jarðir sínar að erfð
og stórfé með, þegar þeir voru fullþrítugir að aldri. Sæ-
mundur var þó ögn eldri en Björn, og hóf hann búskap-
inn tveimur árum fyrr. Ðáðir höfðu þeir unnið feðrum
sínum, þangað til þeir féllu í valinn. Fyrst dó gamli
maðurinn í Lindahlíð. Og þegar á sama missirinu tók
Sæmundur sér til eiginkonu þá góðbóndadótturina, sem
hendi var næst, hans megin árinnar. — Og tveimur ár-
um síðar fór Björn á Smyrilfelli með öllu eins að sínu
ráði, á hinum bakkanum.
Og báðir gengu þeir síðan að búskapnum og barn-
eignunum með fádæma dugnaði, atorku og kappi. Báðir
voru þeir mestu heiðursmenn á mælisnúru sinnar tíðar:
Vel fjáðir skilamenn, orðheldnir, ráðhollir og gestrisnir í
góðu meðallagi, sæmilegustu heimilisfeður og kirkju-
ræknir með afbrigðum. En báðir höfðu þeir eigi að
síður nokkrar veilur í skapgerðinni, eins og flestir aðrir
menn. —
Fyrstu missirin gekk alt skaplega og vandræðalaust
að öllu. Þegar sólskin var og stilt veður, glömpuðu og