Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 71
ÍÐUNN
Lifandi krislindómur og ég.
165
nokkrar siðabætur, meðan auðvaldið og embættislýðurinn,
á meðan lögin og ríkið, á meðan uppeldið og skólarnir,
á meðan kirkjan og kristindómsfræðslan halda voldugri
verndarhendi yfir siðleysinu, — það er eins og að boða
fagnaðarerindið meðal djöflanna í helvíti.
II.
En það voru reyndar ekki þessi atriði í ritdómi herra
Sigurbjarnar Astvalds Gíslasonar, er ég hugði að gera
hér frekar að umtalsefni. Það var alt annað, sem fyrir
mér vakti. Það, sem fyrir mér vakti, var aðdróttun hans
um uppeldi mitt. Sigurbjörn Astvaldur lýkur ritdómi sín-
um með þeirri staðhæfingu, að ég muni vera ókunnugur
lifandi kristindómi. Þessum fullyrðingum ritstjórans hugði
ég að svara til hlítar. Eg býst við, að margir munu líta
svo á, að þær séu dálítið ósvífnar í garð foreldra minna
og annara guðhræddra sálna, sem afskifti höfðu af upp-
eldi mínu. Og mér þykir harla ólíklegt, að mikið sé
leggjandi upp úr gyllingum Sigurbjarnar Astvalds Gísla-
sonar á heiðingjatrúboði austur í Indlandi og Kína, úr
því að hann er svona fákunnandi um hinn ósvikna, lif-
andi kristindóm hér í nágrenninu.
Undir eins og ég rak augun í þessa vanþekkingarfirru
ritstjórans, flaug mér í hug að rita greinarkorn um guð-
ræknina á heimili foreldra minna. Mér datt í hug að
lýsa trúarvissunni, bænavafstrinu, sálmastandinu, húslestra-
farganinu og ýmsum æfargömlum helgisiðum, er drógu
harmaský yfir himinbláma æsku minnar.
Þessi fyrirætlun mín hefir þó dregist lengur en ég
hafði ásett mér í fyrstu. Ég hafði ýmsu öðru að sinna,
sem ég taldi þessu nauðsynlegra. En þegar ég las rit-
Serð Sigurðar dósents Sívertsens í Prestafélagsritinu um
blessun heimilisguðrækninnar, og þegar ég sá 100 kvöld-