Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 94
188
Ur hugarheimum.
IÐUNN
ar fái greint hann. Ef vér gætum hafið oss út fyrir gufu-
hvolf jarðar og værum auk þess gædd ófreskisjón,.
mundu augu vor — hvert sem vér litum — mæta þess-
um ósýnilegu ljósvakabylgjum og geta rakið straumana
að lindum þeirra: stjörnunum — sólunum — í allar
áttir. — Þetta er veruleikinn, sem vér aldrei getum
greint og eigum auk heldur fullerfitt með að hugsa oss.
Vér tölum um þétta líkami og fasta hluti. Ný skyn-
villa! Hver einstakur hlutur er bygður upp af frumeind-
um, sem eru aðskildar um óravegu, ef miðað er við
stærð frumeindanna sjálfra. Og frumeindir þessar send-
ast áfram með hraða, sem er meiri en stjarnanna.
Sleggjuhaus úr stáli er í raun réttri ekki þéttari í sér
en rúmið umhverfis oss. Miðað við stærð, eru himin-
hnettirnir nær hver öðrum en frumeindirnar í stálinu.
— I nægilegri fjarlægð mundi alheimsgeimurinn líta út
eins og þétt og föst kúla.
Vér dáumst að tónunum, er streyma frá snjallri hljóm-
sveit. Skynvilla! Engir tónar eru til. Hljóðfærin setja
loftið í hreyfingu, mynda sveiflur, bylgjur. En þessar
bylgjur eru þöglar. Það er eyra vort, sem gerir þær að
tónum.
Blómin eru liffögur, segjum vér. Ein skynvillan enn!
Litir eru ekki til, hvorki á blómum né öðrum hlutum.
Það, sem vér köllum liti, er ósýnilegar ljósvakabylgjur.
Það eru augu vor og sjóntaugar, sem gefa bylgjunum
liti, skapa alt litaskrúð náttúrunnar. An þessara tauga
yrðum vér hvorki vör ljóss né lita í heiminum.
Sigurd Einbu.
Fé og frægð.
(Kafli úr erindi).
— — — Ég gat þess áðan, að andleg afrek, en ekkt
auðlegð, hefði fært Islendingum frelsi. Það eru rit Snorra
Sturlusonar, en ekki auðsæld, sem kunn eru meðal stór-
þjóðanna. Kvæði Matthíasar hafa sama gildi, þótt hann
væri alla tíð fátækur af veraldlegum auði, og ljóð Jón-