Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 6
100
Leiðir loftsins.
IDUNN
hreyfingarinnar, eins og flestar aðrar vélar, þær, sem
þýðingarmestar hafa orðið mannkyninu.
Rétt er, áður en lengra er farið, að benda á, að
þegar talað er um að fljúga og um flug í þessari grein,
er að eins átt við ferðir í lofti á farartæki, sem er
þyngra en loftið sjálft, en þau farartæki eru nefnd einu
nafni flugvélar. Fuglar og fiðrildi fljúga og flugdrekar
fljúga, en gasbelgur, fyltur lofttegund, sem er léttari en
andrúmsloftið, flýgur ekki, heldur leitar að eins jafn-
vægis. Það mætti segja, að hann synti. Þau farartæki
loftsins, sem gerð eru þannig úr garði, að þau eru létt-
ari en loftið, eru ekki kölluð flugtæki, heldur loftsigl-
ingatæki eða loftskip. Sökum rúmleysis verður þeim
ekki lýst í þessari grein, heldur að eins flugvélunum,
enda eru miklar horfur á, að þær muni, að minsta kosti
um sinn, reynast miklu nothæfari fyrir samgöngur en
loftskipin.
Þegar hugvitsmennirnir hurfu frá því að gera vélar
með hreyfanlegum vængjum, en sneru sér að úrræðinu:
að nota flugdrekann til fyrirmyndar, fór þeim undir eins
að miða betur. Má segja, að grundvöllur sá, sem flug-
vélar nútímans byggjast á, hvað lögun snertir, sé fund-
inn fyrir mörgum tugum ára. En lengi stóð á því, að
aflvél, sem knúð gæti flugvélina áfram, fyndist. Má telja
líklegt, að flug hefði orðið algengt í veröldinni hálfri
öld fyr en raun varð á, ef hreyflar þeir, sem nú eru til,
hefðu verið kunnir þá. Og þó er hreyfillinn einmitt það
atriðið, sem ennþá er lagt mest kapp á að gera hag-
kvæmara.
Ein af elztu flugvélateikningum, sem til eru, er gerð
af enskum verkfræðingi, Cayley. Og hreyfilinn í vélina
ætlaði hann að láta ganga fyrir — púðri, svo flugelda-
hreyflarnir, sem mikið er talað um í heiminum nú, eru