Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 36
IÐUNJ'S
Jarðabætur.
Þó að kynlegt megi virðast, þá er það stundum svo.
að sá fjandskapur manna milli, sem sprottinn er af blá-
beru tilefnisleysi, getur orðið þyngstur í vögum, lang-
vinnastur og verstur viðfangs.
Og þannig var það um óvildina, sem sauð og ólgaði
fullan aldarfjórðung milli nágrannanna, Björns á Smyril-
felli og Sæmundar í Lindahlíð. Nágrannar voru þessir
menn, þó eigi bæri fundum þeirra saman nema í
mesta lagi tvisvar eða þrisvar á áratug, og þá helzt
í kaupstaðarferðum. Þeir vóru þetta nærri hvor öðrum,
að svo mátti að orði kveða, að þeir horfðust í augu alt
sitt líf, því ekki var lengra milli bæja en sem svaraði
stundarfjórðungs gangi, og blöstu bæirnir hvor við öðrum
og brostu einkar vinsamlega, ef svo mætti að orði kom-
ast. En ekki varð hann hlaupinn fyrirstöðulaust, spölurinn
sá. Vik var á milli. (Jlfgrá og hamstola jökulá geisaði
fram mitt á milli bæjanna og var sem dryndi í lofti af
atgangi hennar. Hún hentist og sentist eftir endilangri
bygðinni, sem er einn af lengstu dölum landsins; dregur
hann nafn af stórelfunni og kallast Dumbsárdalur.
Dumbsá er komin fullar þrjár þingmannaleiðir ofan
af reginöræfum landsins, þegar hún heilsar fyrst manna-
bygð, og þá er þó eftir litlu skemri vegur til hafs, —
hins mikla hafs, sem eitt er þess megnugt, að taka svo
á móti þessum straumasvarki, að ögn slumi í honum.
Dumbsá fellur mitt á milli Smyrilfells og Lindahlíðar
og er hún hverju kvikindi ófær þar um slóðir — dagana.