Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 70
164
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
skyldi hvergi víta viðskiftasvik, drykkjuskap og lauslæti
í Bréfi til Láru. Þessum orðum sínum tókst honum að
haga einhvern veginn þannig, að margir lesendur Bjarma
skildu þau svo, að ég hefði þagað um drykkjuskap og
lauslæti, vegna þess að ég væri sjálfur bæði saurlifnaðar-
seggur og fyllirútur. Og væntanlega þarf ég ekki að
geta þess við ykkur, sem hafið slitið ykkur út á góðfýsi
kristins manns frá blautu barnsbeini, að sannkristnir trú-
boðsvinir tóku þessari bendingu hins endurfædda manns
fegins hendi og laumuðu henni hús úr húsi og bæ frá
bæ. I því heimatrúboði opinberuðu þeir engu síður
»endurfæðing kristseðlisins* en ýmsir kristindómsvinir og
stjórnmálaandstæðingar mínir við ísafjarðardjúp. Þeir
báru þau tíðindi út um bygðina, að gamandraumurinn
um hrökkálinn t Bréfi til Láru ætti að sýna það, að ég
væri útsteyptur af syfilis. Það er engin furða, þó að
íhaldslýðnum finnist, að það þurfi að bæta mennina.
Það er satt. Ég vítti hvergi beinlínis viðskiftasvik,
drykkjuskap og lauslæti í Bréfi til Láru. En ég gerði
það, sem var þessu meira. Ég réðst á meginorsöAr við-
skiftasvika, lauslætis og drykkjuskapar. Ég réðst á þjóð-
félagsskipunina. Og það er löngu sýnt og sannað, að
viðskiftaóreiða, lauslæti og drykkjuskapur eru að miklu
leyti óhjákvæmileg afleiðing auðvaldsskipulagsins. Að
prédika hreinlífi, meðan örbirgð og vesaldómur meinar
miljónum karla og kvenna að stofna hjónaband, að rísa
gegn saurlifnaði, meðan þjóðfélögin neyða miljónir kvenna
til að lifa á því að selja mannorð sitt, að heimta bann-
lög og bindindi, meðan miljónir bænda, vínsala og smygl-
ara raka saman auðæfum á því, að almenningur drekki,
að boða heiðarleg viðskifti, meðan miljónir vandræða-
manna hefjast til vegs og virðingar á óheiðarlegu braski
og samvizkulausu prangi, að flytja mannkyninu yfirleitt