Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 14
Í08
Leiðir loftsins.
IÐUNti
á samgöngum í loftinu við aðrar þjóðir. Bretar urðu þar
fyrstir, og leiðin milli London og París er í rauninni
fyrsta farþegaflugleiðin, sem vert um að tala. En brátt
komu Bandaríkjamenn til sögunnar með póstflugið. í
hinu víðáttumikla landi var þörfin brýn fyrir hraðar
póstsamgöngur, og flugvélarnar bættu úr þeirri þörf. Að
sumu leyti standa póstsamgöngur í loftinu á hæstu stigi
hjá Bandaríkjamönnum, t. d. hefir engin þjóð gert jafn
mikið til öryggis næturflugi eins og þeir.
Þó stendur tæplega nokkur þjóð framar Þjóðverjum
í almennu flugi nú á tímum. Það kom fram þar eins og
í fleiri greinum, að Þjóðverjar eru hagsýnir menn, og
engum var betur frúandi til þess að reka flugsamgöngur
á arðvænlegan hátt en þeim. Fyrst í stað reis þar upp
fjöldi flugfélaga, og meðan svo var, tókst ekki að koma
samgöngunum í ákveðið og hagkvæmt kerfi. En eftir að
félögin höfðu sameinast í hið mikla flugfélag Lufthansa,
varð annað uppi á teningnum, og nú er innanlandsflug
hvergi eins fullkomið í álfunni og í Þýzkalandi.
A 15 ára afmæli fluglistarinnar, 1924, unnu Banda-
ríkjamenn það afreksverk að fljúga kringum hnöttinn í
fyrsta skifti. Þess má geta um þá flugferð, að tilgangur
hennar var ekki sá, að vinna áhættusamt íþróttaafrek,
heldur aðeins að komast að raun um, hvað bjóða mætti
flugvélum, án þess að stofna mannslífum í mikla hættu.
Förin varð að vísu ekki nema hálfur sigur, því aðeins
tvær vélarnar af fjórum komust alla leið. Önnur þeirra
neyðlenti í Alaska í byrjun ferðarinnar og brotnaði í
spón, en hin varð að lenda í hafi skamt fyrir sunnan
Færeyjar, vegna leka á benzínpípu, og brotnaði, er eitt
af hjálparherskipum Bandaríkjahersins ætlaði að lyfta
henni um borð. Flug þetta stóð lengi; var lagt af stað
17. marz, en komið aftur 6. september. Lengsta töfin