Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 50
144
Rabindra Nath Tagore í Vancouver.
IÐUNN
ur mentamálaviku í Vancouver B. C. þessa daga, kom-
inn hingað gagngert frá Indíalandi til að flytja tvö erindi
og snýr heimleiðis að því búnu, án þess að hugsa til
frekari langferða um þetta meginland.
Erindum þeim, sem hann á við Vesturlandamenn í
svip, hefir hann lokið í fyrirlestri, sem hann hélt hér í
nágrannaborginni, Victoria, í öðrum fyrirlestri hjá The
National Council of Education í Vancouver, í löngum
og ítarlegum samtölum við stórblöðin og loks í skiln-
aðarræðu sinni við slit mentamálavikunnar s. 1. laugar-
dagskvöld. Kjarninn í þeim boðskap, sem hann hefir
flutt oss á öllum þessum stöðum, er það, sem hann
nefnir ástundun næðis, — the Cultivation of Leisure.
Til þess að nálgast hina sönnu fyllingu jarðnesks lífs,
verða menn að gefa sér næði til þess að tigna þann
guð, sem býr í öllum hlutum og njóta andlegs fagnaðar
af tilveru sinni, en hann fæst við rétta heimspekilega
afstöðu til þeirrar heimsheildar, sem vér erum partur í.
Vér verðum að rækta hjá oss hæfileikann til þess að
geta lifað undir handleiðslu spekinganna, og til þess
krefst næði, — leisure.
Tagore er ekki blindur fyrir því höfuðeinkenni, sem
auðkýfingavaldið skapar vestrænum þjóðum, græðginni
svo kölluðu, — the greed. I samtali við Mr. Noel Robin-
son, fréttaritara hjá The Vancouver Star, farast honum
svo orð meðal annars:
»Alstaðar er heimtaður tröllaukinn ágóði, ólíkt því,
sem tíðkaðist fyrrum daga. Á hverju sviði lífsins eru
menn að keppa eftir stórgróða. Rithöfundum er mest í
mun að safna auði, alt of sjaldan skrifa þeir fyrir ástar
sakir á starfi sínu. Mentalífið er sömuleiðis undirorpið
þessari auðæfagirnd. Um heim allan er sem hugir manna
séu undir áhrifum hryllilegs dávalds. Skuggi fjárgróða-