Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 85
ÍÐUNN
Heimskautafærsla.
179
En jökulrispur á klettum víðsvegar um land alt, alla
leið út í sjó, sýna, að land vort hafi einhverntíma, nfl. á
jökultímanum, verið reglulegt ísland. Landið hefir þá
mátt muna sinn fífil fegri, eins og það reyndar má enn,
er hér óx túlípantré og annar suðrænn gróður á míocen-
tímanum. Túlípantréð vex nú í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, en þó ekki norðar en á 40° n. br. Tré þetta
hefir verið ræktað á sunnanverðu Irlandi, en þar ber
það ekki þroskað fræ.
Menn hafa bent á það, að ýmsar tegundir jurta, trjáa
og dýra geti lifað í mjög ólíku loftslagi, og einnig að
jurta- og dýraleifar geti borist langar Ieiðir með ám og
hafstraumum, svo að gæta þurfi allrar varúðar, er menn
álykti um loftslag landa á löngu liðnum tímum af leifum
jurta og dýra, sem finnast í jarðlögum. Og jöklar eru í
hitabeltinu, eins og kunnugt er.
Það er að vísu rétt, að ýmsar tegundir jurta, trjáa og
dýra lifa í löndum með mjög ólíku loftslagi, eins og t.
d. einirinn, sem er útbreiddur um 25 breiddarstig á
austurhelmingi jarðar eða nálægt því. Og ýms dýr flakka
víða, t. d. hreindýr, hvalir, fuglar o. fl. dýr. En nú er
það yfirleitt þannig, að jurtir og dýr laga sig æ betur
og betur eftir lífsskilyrðum þeim, sem þau eiga við að
búa, eða deyja út ella. Það væri þess vegna undarlegt,
ef jurtir, tré og dýr, sem lifað hafa í heimskautalönd-
unum, en eru horfin þaðan nú til heitari landa, hefðu
lifað í heimskautalöndunum við hin sömu óblíðu lífskjör
og nú eru þar, en gætu það ekki nú. Hins vegar getur
það verið vafasamt um sumar leifar jurta, trjáa og dýra,
hvort lifað hafi þar, sem leifarnar finnast nú, eða séu
aðfluttar. Þannig vita menn, að trjáreki er oft kominn
langt að. En svo er það líka víst, að steingerður hita-
beltisgróður, sem fundist hefir í ýmsum köldum löndum,
er ekki aðfluttur, heldur hefir hann vaxið þar, sem stein-
gervingarnir eru nú. Smágert lim, blöð og ávextir meðal
þessara Ieifa sýna það, því að ekkert af því getur verið
komið langt að. Slíkar leifar jurta og trjáa hafa fundist
í ýmsum mjög köldum löndum (82° n. br., 85° s. br.).
Sum þessara landa eru nú algerlega eða því nær gróð-