Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 12
106
Leiðir loftsins.
ÍÐUNN
þessa tímabils. En einmitt á stríðsárunum voru flugvél-
arnar fullkomnaðar svo, að þær urðu ekki sambærilegar
við vélarnar fyrir stríð. Nú tóku ríkin flugvélasmíðar í
sínar hendur, því flugvélar voru vopn og reyndust meira
að ségja svo gott vopn, að nú mundi engin þjóð leggja
út í ófrið án flugvéla, og herfræðingar leggja nú mesta
áherzlu á aukning flugflotans, en rammgerð vígi eru
orðin þýðingarlítil.
Fram að styrjöld voru það einkum Frakkar, sem létu
á sér bera í flugi. Pegoud, Chevillard og Chanteloup
voru höfundar listflugsins og ferðuðust um álfuna til að
sýna hin ótrúlegustu tilbrigði. Paulhan vann 10.000 pund
fyrir að fljúga frá London til Manchester. Ofurhuginn
Chavez reyndi að fljúga yfir Alpafjöll, en hrapaði til
jarðar rétt við markið, og Trygve Gran flaug frá Skot-
landi til Noregs í vél, sem nú mundi ekki þykja loftfær
úr Reykjavík upp á Akranes.
— Hér skal ekki farið út í að lýsa þeim tegundum
flugvéla, sem gerðar voru á ófriðarárunum og til hern-
aðarþarfa, en hinsvegar reynt að segja frá þeim, sem
gerðar voru að ófriðnum loknum og nú eru mest not-
aðar til farþega- og póstflutnings.
Englendingar tóku franska flugvélasmiði sér til fyrir-
myndar, en eignuðust sérfræðing, sem tókst að gera
léttustu flugvélina, sem til var í heiminum um eitt skeið,
A. V. Roe, en eftir honum er heitin sú vélategundin,
sem fyrst kom til íslands, Avro-vélin, sem þeir Cecil
Faber og Frank Friðriksson flugu hér á 1919 og 20.
Roe hefir gert flugvél, sem gat flogið með aðeins 9
hestafla hreyfli, og á síðustu árum hafa fleiri fetað í
fótspor hans, því nú beinist hugur manna að því að
spara orkuna sem mest til þess að geta gert vélarnar
ódýrar í rekstri. Aðrir merkustu flugvélasmiðir Breta eru