Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 79
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
173
urinn kallaði lagið, var skipinu svift út í brimgarðinn í
einni svipan. Ræðararnir skipuðu sér með eldflýti undir
árar og reru alt hvað aftók, en skutverjar ýttu knálega
á eftir, þar til þeir kendu ekki lengur botns. Þá snöruðu
þeir sér upp í skutrúmið, en ræðararnir héldu áfram að
róa lífróður, unz skipið var laust við brimgarðinn. t>á
hægðu þeir róðurinn. Formenn voru misjafnlega lagvísir,
sem kallað var. Olagvísan formann henti stundum sú
yfirsjón, að velja of stutt lag til útróðrar. Sló þá skipinu
upp, eins og komist var að orði. Það er að skilja: ólag
rann upp að ströndinni áður en varði og varpaði skipinu
aftur upp í svartan sand. Þá varð að leita lags á nýjan
leik. Ekki man ég, hvort sjóferðamannsbænin var þá
lesin aftur.
Þegar komið var nokkurn spöl út fyrir brimgarðinn,
tóku allir skipverjar ofan höfuðföt sín og reru berhöfð-
aðir, á meðan formaðurinn las bæn í heyranda hljóði og
signdi yfir skipið. ]afnskjótt og þessari athöfn var lokið,
settu þeir aftur upp höfuðfötin og tóku að spjalla um
veðráttuna, fjárhöld eða aflahorfur. Þessa bæn formanns
kunni ég ekki og heyrði hana aldrei heldur greinilega
vegna áraglymsins, sem varð af róðrinum. Þó hleraði ég
það gegnum áraburðinn, að hann bað guð um farsæla
sjóferð og mikinn afla, og eitthvað mintist hann á illhveli.
Það fanst mér vel til fundið, því að ég var dauðhræddur
við alla stórfiska.
Eg hafði heyrt margar ískyggilegar sögur af þessum
ókindum úthafsins. Og ég kunni nöfnin á þeim öllum.
Þeir sátu um að kaffæra alt, sein flaut á sjónum. Rauð-
kembingurinn elti skip og færði í kaf. í fylgd með
honum var náhvalurinn. Hann át alt, sem félagi hans
sökti. Lyngbakurinn var allur lyngi vaxinn á hryggnum.
Þetta ferlíki mókti oft fyrir ofan sjávarskorpuna og