Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 86
180
Heimskautafærsla.
IÐUNN
urlaus, vegna íss og kulda. jurtaleifar og dýraleifar
(kóralrif o. fl. á Norður-Grænlandi) í þessum löndum
eru þess vegna eindregið merki stórfenglegra loftslags-
breytinga. Þannig má einnig líta á jökulminjar í sumum
heitum löndum, þó að menn geti reyndar fremur greint
á um það.
2. Orsakir loftslagsbreytinga.
Eins og kunnugt er, er geysimikill munur á loftslagi
landa víðsvegar á jörðinni. Þessi munur stafar af ýmsum
orsökum. Þannig er loftslag háð hnattstöðu landa, hæð
þeirra og öllu landslagi, stærð þeirra, hafstraumum o.
fl. En flest, ef ekki alt, sem veldur mun á loftslagi
landa, er háð breytingum. Það er að minsta kosti aug-
ljóst, að stærð landa er breytileg og eins hæð þeirra
og alt Iandslag og þá einnig stefna hafstrauma. Það er
einnig sannað, að heimskautin færast úr stað, þannig,
að breidd allra staða á yfirborði jarðar breytist, ýmist
eykst eða minkar.
Mestu ræður hnattstaða landa um loftslag þeirra, og
af því, sem nú var nefnt, getur ekki annað komið til
greina sem aðalorsök loftlagsbreytinga en heimskauta-
færsla. Þannig er lítt hugsanlegt, að löndin hafi verið
svo há, að af því hafi stafað heimskautakuldi í hita-
beltislöndunum. Enn þá augljósara er þó það, að hvorki
breytingar landslags né breytingar hafstrauma hafi getað
komið til leiðar hitabeltisloftslagi í heimskautalöndunum,
eins og steingervingar bera vitni um, að þar hafi verið.
Fæstir, sem um orsakir loftslagsbreytinga hugsa, telja
þó heimskautafærslu líklega til að vera aðalorsök lofts-
lagsbreytinga. Heimskautin fara árlega aðeins örlítinn
sveig, og þó að þessi sveigur sé nokkuð breytilegur að
stærð og lögun, virðast heimskautin sífelt stappa nálega
í sama farinu. Fjarri fer þó því, að hægt sé að neita,
að heimskautin hafi færst langar leiðir á hinum geysi-
löngu jarðtímabilum. Annað yrði að telja þyngra á met-
unum gegn tilgátunnj um heimskautafærslu, ef treysta
mætti, að rétt væri. Álitið er nefnilega, að víðáttumiklar