Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 81
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
175
En þegar þeir eru komnir snertiróður inn fyrir fiski-
miðið, sjá þeir geysiferlegt illhveli skjóta sér upp úr
sjónum, þar sem skipið hafði legið, þegar lagt var á
stað í land. Illhveli þetta hóf undir eins á rás í kjölfar
skipsins. Skipverjar sjá, að þarna er á ferðinni ægilegur
sveifarfiskur, sem lemur blöðkunni á báða vegu í sjóinn.
Bar hann svo hratt að skipinu, að líkast var, sem það
stæði grafkyrt, og reru þó skipverjar alt hvað af tók.
Bilið milli ófreskjunnar og skipsins styttist sýnilega við
hvert áratog, og tóku skipverjar að örvænta um líf sitt.
Var ekki annað sýnna en hún myldi skipið mélinu
smærra og svelgdi áhöfnina eftir nokkur augnablik. En
þegar óvinurinn á nokkra faðma að skipinu, kemur risa-
vaxinn reyðarfiskur brunandi undan sól að sjá. Rennir
hann sér milli skipsins og sveifarfisksins og bugar
þannig illhvelið út af braut sinni. Með þeim hætti barg
hann lífi skipverja. Eg heyrði föður minn eitt sinn segja
þessa sögu. Eftir það bar ég guðdómlega lotningu fyrir
reyðarfiskum. Það var líka alþýðutrú í Suðursveit, að
guð hefði skapað reyðarhvalinn til þess að vernda alt,
sem flyti ofan sjávar. Svo lítilþæg, svo lifandi var sann-
færing margra sveitunga minna um dásemdarverk drottins.
Sjóferðamannsbænin var alt af flutt með hátíðlegum
guðræknisblæ. Og svo forhertur var enginn syndari í
Suðursveit, að hann leyfði sér að fara á sjó án þess
að kunna sjóferðamannsbænina. Eg fór þó fram á það
við foreldra mína, þegar ég átti að byrja að róa, að ég
fengi að brúka Faðirvor í staðinn fyrir sjóferðamanns-
bæn, því að ég nenti ekki að læra alla þá andlausu
rollu utanbókar. En við það var ekki komandi. Eg mátti
gera svo vel og skrifa bænina á stóra pappírsörk og
læra hana orð fyrir orð. Það var eina guðsorðið, sem
ég nam ólundarlítið. Eg var tryltur í sjóferðir og æfin-