Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 26
120
List.
iðunn:
hvaða kvæði sem er, og þú munt finna, að því almenn-
ari og yfirgripsmeiri tilfinningum sem það lýsir, þvf
meira listaverk er það. I harmljóði, sem er verulegt
listaverk, átt þú að geta fundið eitthvað af þinni eigift
sorg, — þinni eigin þungbæru reynslu. Og í gleðiljóði,.
sem hefir tekist vel, á að glampa á eitthvað af gleði þinni.
I þessu einkenni allrar sannrar listar felst í raun
réttri það, að listin opinberar okkur hið insta eðli hlut-
anna. Gríski heimspekingurinn Plato (f. 427, d. 347 f. Kr.)
kom fyrstur manna fram með kenninguna um »frum-
myndirnar* (»the arch-types«). Hann hélt því fram, a&
þessar frummyndir væru hugsanagervi Guðs, og væru
þær eilífar og óumbreytanlegar og að öllu leyti full-
komnar. Frummyndir þessar, sem, að því er Guðspek-
ingar segja, eiga heima í æðri hluta hugheims, eru eins-
konar grundvöllur hinna lægri heima, — óæðri hluta
hugheims, geðheims og jarðheims; — ef til vill vært
réttast að líkja þeim við teikningar þær, er bygginga-
meistarar gera af húsum þeim, sem í ráði er að byggja..
Hinir sýnilegu jarðnesku hlutir t. d. eru ekki annað en
meira eða minna ófullkomnar opinberanir frummynda
þessara, en þróun þeirra er ekki lokið, fyr en þeir
samsvara nákvæmlega frummyndum sínum, að svo miklu
leyti sem takmarkanir lægri heimanna leyfa. Þegar Guð
leit yfir alt, sem hann hafði gert, og sá að það var
»harla gott*, eins og segir í 1. Mósebók, þá leit hann
yfir frummyndirnar, yfir sín eigin hugsanagervi, en ekkl
yfir þenna sýnilega heim, því þar er flest ennþá langt
frá því að vera »harla gott«. Það er nú einmitt aðal-
hlutverk listarinnar að opinbera okkur þessar frum-
myndir, og nú förum við að skilja betur þetta, sem haft
er eftir Carlyle: List er sál hlutanna, leyst úr viðjum.
Hvar, sem við komum auga á fegurð, þar komum við