Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 74
168
Lifandi kristindómur og ég.
IÐUNN
sveit í minni tíð austur þar. Reynsluvísindi síðustu aldar
höfðu þá ekki kent sveitungum mínum þessar gullvægu
spurningar: hvernig? hvers vegna? Þeir höfðu þá ekki
komið auga á þau einföldu sannindi, að eitthvað hlyti
að vera bogið við trúarhugmyndir, sem brutu í beinan
bág við þekkingu allra alda.
En heimskt var fólk þetta samt ekki. Poreldrar mínir
voru til dæmis mjög vel skynsamir. Þeir voru að ýmsu
leyti á undan sínum tíma. Faðir minn var einhver fróð-
leiksfúsasti maður, er ég hefi þekt. Á unga aldri hafði
hann stofnað dálítið bókasafn þar í sveit með nokkrum
nágrönnum sínum. Og sjálfur átti hann þar að auki tölu-
vert af góðum bókum. Hann var sílesandi, þegar honum
slapp verk úr hendi, og lagði hann mesta rækt við forn-
sögurnar. Hann var og hagur á tré. Einkum smíðaði
hann skjólur og manntöfl, enda tefldi hann töluvert á
sínum yngri árum. Hann var sambland af þröngsýnum
íhaldsmanni og vanstiltum byltingarsegg, annars vegar
gæddur rómantískum tilfinningum, hins vegar áskapað
efagjarnt íhugunareðli. Þess vegna kom það fyrir, að
hann gat efast um réttlæti ]ahve, þegar illa lá á honum
eða þegar honum fanst mótlætið mega sín meira en
meðlætið. En að öllum jafnaði virtist trú hans einlæg
og fölskvalaus. I móðurætt er faðir minn kominn af Vig-
fúsi presti Benediktssyni, sem kunnur er af munnmæl-
um undir nafninu Galdra-Fúsi. Hann var móðurbróðir
Páls skálda.
Móðir mín var prýðilega greind kona. Hún las frá-
bærlega vel og hneigðist meira að nútíðarbókmentum en
faðir minn. Hún var einkar frjálslynd í skoðunum, víð-
sýn í hugsunarhætti, hafði mjúka skapsmuni, var mjög
umburðarlynd, kurteis í tali og óvenjulega sýnt um að
koma fyrir sig orði. Hún las mikið lækningabók Jóna-