Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 44
138
Jarðabætur.
IÐUNN
inum fanst sem verið væri að kremja hold frá beini. —
»Lát Sæmundar, segirðu. — Nú ertu að ljúga. Eða ertu
— ertu að segja mér satt?« másaði hann.
»Eg get ekki sannara talað«, stundi vesalings maður-
inn og reyndi árangurslaust að losa sig úr klípunni. —
»Sæmundur í Lindahlíð er dáinn. Ekki get ég að því
gert. Læknirinn var sóttur og ég veit ekki annað en alt
væri gerf, sem í mannlegu valdi stóð, til líknar og frið-
unar, þó alt kæmi fyrir ekki, því að lungnabólgan var
þetta lítilræði heiftug, að hún fór með hann á fjórum
dögurn*.
Björn slepti þá manninum. »E-he-he«, kraumaði í
honum, svo lágt, að naumast heyrði. — »Hefir líklega
svitnað fullmikið og síðan slegið að honum. Fengið
köldu, býst ég við, vesalingurinn — ja, tarna var bágt
að heyra, — e-he. — Ekki ætlað sér af, gizka ég á,
aulabárðurinn svarni, og — lungnabólgan síðan hvolft
sér yfir hann. — ]a-jæja, bannsettur áveitugikkurinn, þá
er hann frá, — hu, hu, he, he«.
Hláturinn hvomsaði og hlunkaði í Birni undir niðri, en
á yfirborðinu var þetta ekki annað en lítilfjörlegt krakk
eða kraum. En það var skelfilega óviðfeldið fyrir þá,
sem viðstaddir voru, að hlusta á þennan hálfkæfða hlát-
ur, af þessu tilefni. Og Björn hafði í raun og veru ekki
nema þá einu og einustu afsökun, að í sál hans brauzt
um og leitaði útgöngu illur andi, sem þar hafði verið
innibvrgður fullan aldarfjórðung.
Og brátt fékk hann annað kastið, sýnu verra:
»Nú-jæja, mátti leggja niður skottið á endanum, fékk
að lækka helvízkan þembinginn. Ætli ekki það! —
Þenji hann nú vírgirðingarnar upp um fjöll og firnindi,
eins og þegar spunakona dillar sér og teygir lopann.
En einu gildir mig — og komi hann aftur, ef hann vill