Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 44
138 Jarðabætur. IÐUNN inum fanst sem verið væri að kremja hold frá beini. — »Lát Sæmundar, segirðu. — Nú ertu að ljúga. Eða ertu — ertu að segja mér satt?« másaði hann. »Eg get ekki sannara talað«, stundi vesalings maður- inn og reyndi árangurslaust að losa sig úr klípunni. — »Sæmundur í Lindahlíð er dáinn. Ekki get ég að því gert. Læknirinn var sóttur og ég veit ekki annað en alt væri gerf, sem í mannlegu valdi stóð, til líknar og frið- unar, þó alt kæmi fyrir ekki, því að lungnabólgan var þetta lítilræði heiftug, að hún fór með hann á fjórum dögurn*. Björn slepti þá manninum. »E-he-he«, kraumaði í honum, svo lágt, að naumast heyrði. — »Hefir líklega svitnað fullmikið og síðan slegið að honum. Fengið köldu, býst ég við, vesalingurinn — ja, tarna var bágt að heyra, — e-he. — Ekki ætlað sér af, gizka ég á, aulabárðurinn svarni, og — lungnabólgan síðan hvolft sér yfir hann. — ]a-jæja, bannsettur áveitugikkurinn, þá er hann frá, — hu, hu, he, he«. Hláturinn hvomsaði og hlunkaði í Birni undir niðri, en á yfirborðinu var þetta ekki annað en lítilfjörlegt krakk eða kraum. En það var skelfilega óviðfeldið fyrir þá, sem viðstaddir voru, að hlusta á þennan hálfkæfða hlát- ur, af þessu tilefni. Og Björn hafði í raun og veru ekki nema þá einu og einustu afsökun, að í sál hans brauzt um og leitaði útgöngu illur andi, sem þar hafði verið innibvrgður fullan aldarfjórðung. Og brátt fékk hann annað kastið, sýnu verra: »Nú-jæja, mátti leggja niður skottið á endanum, fékk að lækka helvízkan þembinginn. Ætli ekki það! — Þenji hann nú vírgirðingarnar upp um fjöll og firnindi, eins og þegar spunakona dillar sér og teygir lopann. En einu gildir mig — og komi hann aftur, ef hann vill
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.