Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 62
156
Sauðnauf.
ÍÐUNN
fremur klunnalegt, langt, en heldur mjótt, munnurinn
breiður, líkt og á nautfé, augun lítil, eyrun nokkuð stór,
en alveg á kafi í ull. Hornin eru afskaplega sterk og
nokkuð mikil, sérstaklega á fullvöxnum bolum; rótin
þekur krúnuna niður undir augu, hornin vaxa niður með
höfðinu, en beygjast svo út og upp á við á fullorðnum
dýrum og verða hin ægilegustu vopn á bolunum. Svo
hörð er krúnan, þar sem hornrótin þekur hana, að skot-
vopn bíta ekki á hana. Norðurfari einn segir frá þv4
að hann hafi einu sinni skotið beint framan á krúnuna
á gömlum bola; með sama verkfærinu hafði hann nokkru
áður skotið hvítabjörn, og hafði kúlan farið eftir endi-
löngu dýrinu. En skotið virtist ekki hafa hin minstu
áhrif á bola, »maður varð ekki var við, að hann fyndi
til kúlunnar, en sjálf flattist hún út og féll til jarðar«.
Liturinn er brúnleitur á ungum dýrum, verður dökkur
eða nærri svartur á fullorðnum dýrum; á bakinu er ljós
blettur, líkt og hnakkur í lögun, og á krúnunni er líka
Ijós blettur meðan hornin eru ekki vaxin.
Sauðnautin lifa saman í hópum, 20—30 saman,
stundum þó miklu fleiri. Gamlir bolar fara helzt einför-
um. Þar, sem haglendi er nóg, eru þau afskaplega róleg.
Vilhjálmur Stefánsson segir eftir Skrælingjum í Norður-
Kanada, að sjáist sauðnautahópur á einhverjum stað á
þessu sumri, sé áreiðanlega hægt að finna hann á sömu
slóðum næsta sumar. Sjálfur telur hann það máske full-
mikið sagt, en segir þó sjálfur, að á góðu haglendi,
eins og á Bankslandi, muni hjörð með 30 — 40 dýrum
þokast úr stað svo sem l'fe kílómetra á mánuði.
Sauðnaut eru stór dýr, eins og áður er getið. Hvergi
hefi ég fundið þyngd þeirra gefna upp í tölum, enda eru
þeir, sem ferðast á þessum slóðum og veiða þau, varla
með þann óþarfa með sér sem vigtartæki. Málið, sem