Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 55
ÍÐUNN Rabindra Nálh Tagore í Vancouver. 149 hafa eftir örfá atriði, og styðst við endursögn blaðamanns nokkurs, hraðritaða orðrétt eftir ræðumanni. Hann hóf mál sitt með því að staðhæfa, að bein sam- vitund vor við veruleikann sem markmið í sjálfu sér veitti oss fögnuð, og að listirnar væru tjáningarmiðill þessa fagnaðar. í listrænum tjáningum vorum leitumst vér við að gera sígilda viðurkenningu vora á hinu innra sifjasambandi milli veru vorrar og hvers þess, sem vér sjáum. I oss vakir stöðug þrá þess, að verða fullskygnir sjálfra vor, og sú þrá vor fær svölun, þegar einhver staðreynd, sem hefir sérstakt veruleikagildi fyrir oss, vekur hjá oss tilfinningar. Tilfinningar ljá vitund vorri lit, vér sjáum sjálfa oss hvað ákveðnast, þegar hugur vor er hrærður af einhverri kend. ... Hlutverk allra lista er að vekja hug vorn til raunskynjunar, sem örvi ímynd- unarafl vort til samvitundar, er birti oss vorn eigin per- sónuleik í litrófi tilfinninga. ... Ræðumaður sagði dæmi af kínverskum vini sínum, er þeir voru á gangi úti á stræti í Peking. Kínverjinn vakti alf í einu athygli hans á asna einum. Hér var þó ekki um neitt að ræða, sem hefði mátt kalla fagurt né sjaldgæft, — ekkert tákn hugmyndar um nytsemi og því síður um frumspekileg sannindi, — dýrið hafði ekki rétt til að þiggja viðurkenningu, nema fyrir blábera hluthöfn í tilvist þess heims, þar sem athug- andinn sjálfur var hluthafi. Framkoma hins kínverska vinar ræðumanns minti hann strax á kínversk ljóð, þar sem tilfinningin um veruleikann er tjáð í svo einföldum myndum vegna þess, hve rík næmni skáldanna er fyrir einföldustu staðreyndum lífsins. »1 öllum sönnum listum, bókmentalegum og öðrum, hafa menn leitast við að tjá venjulegar tilfinningar í óvenjulegu formi, án þess að það væri um leið óeðlilegt. ... I ýmsum nútímaskáldskap virðist mönnum hafa sézt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.