Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 25
HÐUNN
List.
119
því með fullum rétti, að ytra borðið á tilverunni sé ekki
annað en einskonar »myndagátur«, sem okkur er ætlað
að ráða. Það er hlutverk listamannsins að hjálpa okkur
til að ráða þessar myndagátur. Mikill listamaður veitir
okkur því æfinlega skarpari skilning á lífinu. Það, að
athuga verk mikils listamanns, er svipað því að komast
upp á fjallstind: Útsýnið opnast og víkkar. V/ið þurfum
ekki annað en fara hér upp í listasafnshús Einars ]óns-
sonar til þess að geta sannfærst um þetta. Þegar við
horfum t. d. á »Útilegumanninn« eftir hann, þá er það
ekki formið á listaverkinu, ekki hið auðsæja handbragð
snillingsins, sem hrífur okkur mest, — heldur hitt, hve
vel listamanninum hefir tekist að samtengja og sam-
ræma svo hin einstöku atriði myndarinnar, að þau veita
okkur innsýn inn í líf og örlög útlagans. Það er eins
og stækkunargleri sé alt í einu brugðið yfir það, sem
áður var í augum okkar óverulegt og þokukent. Þetta
er einkenni allrar listar. Annað einkenni sannrar listar
er það, að hún leiðir athygli okkar — ekki svo mjög
að hinu einstaka (»individuella«), heldur að hinu al-
menna. Hún er eins og útrétt hönd, sem bendir frá
hinu einstaka til hins almenna. »Útilegumaðurinn« eftir
Einar jónsson er einskonar gluggi, sem við horfum í
gegnum á líf allra útlaga og olnbogabarna hamingjunn-
ar yfir höfuð.
Hvernig stendur á því t. d., að forn-grísk leikrit frá
löngu liðnum öldum skuli, enn þann dag í dag, draga
að sér þúsundir manna inn í leikhús stórborganna?
Það er af því, að þau segja frá manntegundum, sem
altaf eru til, og sem allir kannast við að meira eða
minna leyti. Sama er að segja um leikrit Shakespears.
Og ef við snúum okkur að ljóðaskáldskap (»Lyrik«), þá
verður einnig þar hið sama uppi á teningnum. Tak