Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 75
IÐUNN
Lifandi kristindómur og ég.
169
sens og var mjög nærfærin í læknisdómum. Hún bar og
ágætt skyn á garðrækt og átti nokkra ritlinga um þau
efni. Hún var snillingur í kvenlegum hannyrðum. I æsku
hafði hún komist töluvert niður í dönsku. En í þann tíð
var það álíka fátíð íþrótt í Suðursveit eins og ef frúrnar
í höfuðstaðnum settust við að læra gríska tungu.
Móðursystir mín var og frábærlega vel að sér í kven-
legum konstum.
Af ömmu minni man ég það eitt að segja, að hún var
óvenjulega stórgeðja, og annáluð var hún fyrir afburða-
dugnað. Hún var komin af Þórdísi systur ]óns Eiríks-
sonar konferenzráðs í föðurætt, en áhugi og geðríki hefir
í marga ættliði verið eitt af megineinkennum þeirrar kyn-
kvíslar. Af þeirri ætt var Benedikt Sveinsson forseti og
Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir og Olafía jóhannsdóttir.
Afi minn var kominn af hinni svo nefndu Hoffellsætt
og Bergsætt. Hann var framúrskarandi geðprúður, kurt-
eis og hógvær eins og alt það fólk. Hann skifti aldrei
skapi. Af þeirri ætt var Eiríkur Jónsson Garðprófastur,
Eiríkur Magnússon í Kambridge og Páll Olafsson skáld.
Alt var þetta ættfólk mitt vammalaust í líferni og frá-
bærlega trygglynt. En sú raunalega reynsla, sem ég
hefi haft af sanntrúuðum sálum, síðan ég fór úr föður-
garði, hefir ekki fært mér neinar líkur fyrir, að dygðir
aettingja minna hafi átt neitt skylt við guðrækni þeirra.
Eg er sannfærður um, að þeim voru dygðirnar með-
fæddar eins og háraliturinn og vaxtarlagið. Ég endurtek
það aldrei nógu oft, að mestu lítilmennin og verstu
þorpararnir, sem guð hefir reynt mig með að þekkja,
hafa allir lifað í innilegu bænasamfélagi við drottin.
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á glæpamönnum
síðustu áratugi, hafa og leitt það í ljós, að þessir spell-
virkjar mannfélagsins eru yfirleitt þræltrúaðir.