Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 13
ÍIÐUNN
Leiðir loftsins.
107
Handley Page og Vickers. Helzta flugvélategundin, sem
Þjóðverjar áttu fyrir stríð, var Albatros, og hafði sú vél
þá heimsmet í þolflugi (26 stundir). Þjóðverjar höfðu
treyst loftskipunum betur til hernaðar en flugvélum, en
áður en stríðinu lauk, höfðu þeir staðreynt, að þetta var
misskilningur, enda juku þeir mjög flugvélasmíði síðustu
stríðsárin. Höfðu þeir ágætan mann þar sem Hollend-
ingurinn Fokker var, og hefir hann gert hverja flug-
vélategundina annari betri. Þá má nefna Rohrbach-
vélarnar og Dornier-Wal-vélarnar, að ógleymdum heil-
málmsvélum Junkers prófessors í Dessau, sem nú eru
afar mikið notaðar. Hefir ein þeirra véla komið á ýmsa
staði í landinu, og af því að sjón er sögu ríkari, skal
henni ekki lýst. Sömu tegundar verða vélar þær, sem
halda uppi flugi hér á landi í sumar. Italir standa framar-
lega í flugvélagerð og voru fyrstir manna til að smíða
stórar vélar, þríþekjur og þaðan af meira, sem báru tugi
manna, Caproni-vélarnar.
Undir eins og stríðinu lauk, byrjuðu á ný flugafrek
■og á svo miklu stærri mælikvarða en fyr, að sýnt var,
að vélarnar höfðu fullkomnast afar mikið. Tíu árum eftir
að Bleriot hafði flogið yfir Ermarsund, eða 14. júní 1919,
flugu þeir Sir John Alcock og Sir J. Whitton Brown
frá New Foundland til Irlands, yfir þvert Atlantshafið, í
einum áfanga, á nálægt 16 klukkustundum, og til dæmis
um, að almenningur var farinn að líta flugið öðrum
augum þá, en árið 1909, má nefna, að þetta flug vakti
engu meiri athygli en flug Bleriots. Sama ár flugu Ross
og Keith Smith frá Englandi til Ástralíu, 11.294 enskar
mílur, á 28 dögum. Framfarirnar fyrstu tíu árin eru
auðsæjar af þessum dæmum.
Og á árunum eftir stríðið fara stórþjóðirnar að halda
uppi reglubundnum flugsamgöngum innanlands og koma