Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Blaðsíða 29
IÐUNN
List.
123
mun framtíðin kunna að meta hana miklu betur en nú-
tíðin. Er ekki ólíklegt, að þar komi, að litið verði á
leikhúsin sem einskonar »musteri«, og að menn fari
þangað til þess að öðlast nýjan og fyllri skilning á líf-
inu og sjálfum sér. Því leiklistin á sérstaklega að geta
veitt mönnum skilning á lífinu. Verulega góðir sjónleikir
sýna okkur ákveðnar manntegundir. Einstaklingarnir, sem
koma fram á sjónarsviðið, eru fulltrúar heilla flokka,
persónugervi ákveðinna hugmynda og meginreglna. Hin
miklu leikrit forngrísku skáldanna hafa ekki ennþá glat-
að gildi sínu og munu aldrei glata því, vegna þess að
menn þeir, sem þar er sagt frá, eru ekki sérstaklega
grískir, heldur mannlegar verur, sem tilheyra öllum
þjóðum og öllum öldum. Námsgildi leiklistarinnar felst
meðal annars í því, að hún sýnir okkur lífið eins og í
skuggsjá. Við stöndum sjálfir fyrir utan það og erum
því þess vegna óháðir. Við getum þess vegna dæmt það
rólega og hlutdrægnislaust. Við sjáum orsakasambandið
og skiljum þess vegna rás viðburðanna. Þegar við höf-
um horft á góðan sjónleik, erum við því bæði vitrari og
betri á eftir.
Komum við þá að því, sem nefnt hefir verið „skáld-
skapur“. Skiftist hann aðallega í tvent: ljóðaskáldskap
og sagnaskáldskap. Talið er, að söguljóðið (»the ballad«)
sé elzta form skáldskapar. í söguljóði er venjulega um
einhvern höfuðatburð að ræða, atburð, sem er einskon-
ar veltiás, sem alt snýst um. Eins og áður var á drepið,
á ljóðaskáldskapur, til þess að geta kallast fullkominn,
að opinbera okkur — ekki aðeins persónulegar (indi-
viduellar) — heldur almennar tilfinningar. Og í sagna-
skáldskap eiga söguhetjurnar, engu síður en í leikrita-
skáldskap, að vera fulltrúar ákveðinna manntegunda.
Mikill skáldskapur er æfinlega einskonar spegill, sem þú