Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Side 81
IÐUNN Lifandi kristindómur og ég. 175 En þegar þeir eru komnir snertiróður inn fyrir fiski- miðið, sjá þeir geysiferlegt illhveli skjóta sér upp úr sjónum, þar sem skipið hafði legið, þegar lagt var á stað í land. Illhveli þetta hóf undir eins á rás í kjölfar skipsins. Skipverjar sjá, að þarna er á ferðinni ægilegur sveifarfiskur, sem lemur blöðkunni á báða vegu í sjóinn. Bar hann svo hratt að skipinu, að líkast var, sem það stæði grafkyrt, og reru þó skipverjar alt hvað af tók. Bilið milli ófreskjunnar og skipsins styttist sýnilega við hvert áratog, og tóku skipverjar að örvænta um líf sitt. Var ekki annað sýnna en hún myldi skipið mélinu smærra og svelgdi áhöfnina eftir nokkur augnablik. En þegar óvinurinn á nokkra faðma að skipinu, kemur risa- vaxinn reyðarfiskur brunandi undan sól að sjá. Rennir hann sér milli skipsins og sveifarfisksins og bugar þannig illhvelið út af braut sinni. Með þeim hætti barg hann lífi skipverja. Eg heyrði föður minn eitt sinn segja þessa sögu. Eftir það bar ég guðdómlega lotningu fyrir reyðarfiskum. Það var líka alþýðutrú í Suðursveit, að guð hefði skapað reyðarhvalinn til þess að vernda alt, sem flyti ofan sjávar. Svo lítilþæg, svo lifandi var sann- færing margra sveitunga minna um dásemdarverk drottins. Sjóferðamannsbænin var alt af flutt með hátíðlegum guðræknisblæ. Og svo forhertur var enginn syndari í Suðursveit, að hann leyfði sér að fara á sjó án þess að kunna sjóferðamannsbænina. Eg fór þó fram á það við foreldra mína, þegar ég átti að byrja að róa, að ég fengi að brúka Faðirvor í staðinn fyrir sjóferðamanns- bæn, því að ég nenti ekki að læra alla þá andlausu rollu utanbókar. En við það var ekki komandi. Eg mátti gera svo vel og skrifa bænina á stóra pappírsörk og læra hana orð fyrir orð. Það var eina guðsorðið, sem ég nam ólundarlítið. Eg var tryltur í sjóferðir og æfin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.