Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 3
IDUNN
Einar H. Kvaran
sjötugur.
»Nil humani a me alienum puto« — (ég álít ekkert
mannlegt vera mér óviðkomandi). Fáir íslendingar, sem
nú eru á lífi, geta með jafn-miklum rétti og Einar H.
Kvaran tekið sér þessi orð í munn, — svo víða hefur
hann komið við sögu í andlegu og opinberu lífi þjóðar-
innar seinustu 40 — 50 árin. Spor hans liggja víða, — í
skáldskap, stjórnmálum, mannbótamálum (t. d. bindindis-
málinu), útbreiðslu nýrra hreyfinga (t. d. spíritismans)
og ótrauðri baráttu fyrir þeim, o. s. frv. Og hvarvetna
hefur það, sem hann hefur lagt til málanna, verið sprott-
ið af athygli og víðsýni sjálfstæðs anda og velvild og
bróðurhug góðs manns.
Hér verður ekki rakinn æfiferill Einars H. Kvarans.
Slíkt er algengt og sjálfsagt f eftirmælum, en allir, sem
hafa þá ánægju að þekkja E. H. Kv. eða verk hans,
munu óska þess, að honum auðnist að gera margt og
mikið enn, landi og þjóð til sóma og sannri mannúð til
eflingar. Ég ætla aðeins að stikla á nokkrum atriðum,
sem mér detta í hug um einkennin á Einari H. Kvaran
og starfsemi hans, og verður þó margt ótalið.
Flesfum verður sennilega fyrst fyrir að hugsa sér E.
H. Kv. sem skáld. Og hann er skáld — stórskáld. Þetta
er satt, þó að hér á landi séu menn svo feimnir eða
hvað ég á að kalla það, að þeir þora ekki að nefna hlut-
ina réttum nöfnum, ef um hrós er að ræða fyrir íslenzka
menn eða íslenzk verk. Að vísu eigum við að leggja
löunn XIII. 21