Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 4
326 Einar H. Kvaran sjöluaur IÐUNN evrópumælikvarða á framleiðslu vora, bæði verklega og andlega, en á hinu hygg ég enga þörf, að vera svo feiminn eða svo hræddur um að hlaupa á sig, að menn þori ekki að viðurkenna mikilmenni sinnar eigin þjóðar, fyr en útlendingar eru búnir að ríða á vaðið og gera það. .Slíkt er kotungs-hugsunarháttur, að Iáta sér miklast allt útlent, en líta smáum augum á allt innlent, þó að það jafnist fyllilega á við það, snm útlendingar hafa að bjóða. Einar H. Kvaran hefur ort fögur og hugsanarík ljóð, sem nægja myndu til að halda nafni hans á lofti. En um fram allt er hann sagnaskáld, — bezta sagna- skáldið og fjölhæfasta, sem vér Islendingar eigum, — sagnaskáld, sem þolir samanburð við skáldjöfra annarra þjóða. Hann hefur sýnt oss margbreytilega menn og átakanleg örlög og gert það með þeirri snilld, að les- andanum verður það ógleymanlegt. Eg ætla ekki að fara lengra út í þá sálma, en minnast má t. d. á Þor- björn í »Ofurefli« og »Gulli«, Jósafat og Grímu gömlu í »Sambýli«, konsúl Melan og Alfheiði í »Sálin vaknar«, Þórð í Króki í »Þurki«, Ólaf í »Vonum«, o. s. frv. Allar eru persónurnar í sögum hans menn, en hvorki englar né djöflar í mannsmynd, — raunverulegir menn, bæði þeir beztu, eins og t. d. Alfheiður, og þeir verstu, eins og t. d. Þorlákur í »Sálin vaknar«. Hann sér jafn- an guðdómsneistann, sem liggur falinn í hverjum manni, hvað þykkt sem skán eigingirninnar og vonzkunnar hef- ur lagzt um sál hans. Hefur það ávallt verið einkenni á forgöngumönnum mannkynsins í andlegum efnum, að þeir hafa verið skyggnir á guðdómseðlið, sem skín í hjarta hvers manns, gegnum synd og smán, hvað djúpt sem hann kann að vera sokkinn. En E. H. Kv. er meira en skáld, — hann er postuli

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.