Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 13
IÐUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. 335 hjá öllum þjóðum komið fram sú staðhæfing, að harmur -eftirlifandi ástuina hafi áhrif inn í annan heim og valdi þeim örðugleikum, sem sárt eru syrgðir. Hamfarirnar eru eitt af þeim dularfullu fyrirbrigðum, sem getið er um í fornritum vorum. Frá frægustu ham- förum er sagt í ekki ómerkara riti en sjálfri Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Haraldur Gormsson Dana- konungur ætlaði að fara herferð til íslands og »hefna níðs þess, er allir Islendingar höfðu hann níddan. Þat var í lögum haft á íslandi, at yrkja skyldi um Danakonung níðvísu fyrir nef hvert, er á var landinu«, segir Snorri. Danir höfðu beitt ofbeldi og yfirgangi við íslenzkt skip, sem strandað hafði við Danmörk, og Is- lendingar hafa ekki séð sér færi á að ná sér niðri á Dönum með öðrum hætti en yrkja um þá. Og Dana- konungur er svo reiður út af þessum kveðskap, að hann ætlar að halda liði hingað til lands. En áður en hann leggur af stað í þessa herferð, bauð hann »kungum manni at fara í hamförum til íslands ok freista, hvat hann kynni segja honum; sá fór í hvalslíki*. En hann kemst aldrei að landinu fyrir landvættum, hvar sem hann leitar fyrir sér, og fer hann þó kringum landið. Fjöll öll og hólar voru full af landvættum, sumt stórt, en sumt smátt. Úr Vopnafirði kom dreki mikill, og íylgdu honum margir ormar, pöddur og eðlur, og blésu eitri á hann. Úr Eyjafirði kom fugl svo mikill, að væng- >mir tóku út fjöllin tveggja vegna, og fjöldi annara fugla hæði stórir og smáir. Á Breiðafirði kom móti honum 9riðungur mikill, óð hann á sæinn út og tók að gella ógurlega; fjöldi landvætta fylgdi honum. Og fyrir austan Reykjanes kom móti honum bergrisi og hafði járnstaf í kendi, og bar höfuð hærra en fjöllin, og margir aðrir lótnar með honum. Snorri telur upp í þessu sambandi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.