Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 19
IÐUNN Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. 341 ætla að velja tvennar frásagnir til þess að minnast á. Þær eiga sammerkt að því, að þær eru atkvæðamiklar og að þær hafa mjög verið véfengdar, sennilega um skör fram, þó að líklegt sé, að þær séu að nokkuru leyti blandaðar misskilningi og röngum hugmyndum. Frásagnirnar eru um Fróðárundrin í Eyrbyggju og um viðureign Grettis og Gláms í Grettissögu. Frásögnin um Fróðárundrin er svo löng, að eg verð að fara fljótt yfir sögu. Um sumarið árið 1000, þegar kristni var lögtekin á íslandi, kom suðureysk kona að Fróðá, Þórgunna að nafni, og settist þar að. Hún átti ýmsa góða og fáséna gripi, sem Þuríði, húsfreyjunni á Fróðá, systur Snorra goða, lék mjög hugur á að eignast. En mest þótti vert um rekkjubúnað hennar, enskar blæjur og silkiábreiðu og ársal (eða rekkjutjöld). »Þat var svá góðr búning- ur«, segir Eyrbyggja, »at menn þóttust eigi slíkan sét hafa þess kyns«. Þórgunna er ófáanleg til þess að selja Þuríði nokkuð af þessum gripum. Um haustið byrjuðu undrin. Sennilega hefir þó fyrsti atburðurinn, sem talinn er með þessum undrum, ekki verið neitt dularfullur, þó að hann sé fágætur. Svartur skýflóki kom á himininn, og úr skýinu rigndi því, er kallað var blóð. Þetta blóð- regn hefir nokkrum sinnum komið fyrir hér og þar um heiminn og hefir verið rannsakað. Enginn ágreiningur virðist vera um það, að þetta fyrirbrigði stafi eingöngu af jarðneskum orsökum, sem eg ætla ekki að tefja tím- ann á að skýra frá. En um margar aldir var þetta blóð- regn talið fyrirboði stórtíðinda. Þórgunna hélt, að það væri feigðarboði einhvers á bænum. Hún sýktist um kvöldið sjálf og andaðist úr þeirri sótt. En áður en hún dó, gerði hún ýmsar fyrirskipanir. Hún mælti svo fyrir, að sig skyldi flytja austur í Skál- Iöunn XIII. 22

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.